Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 30

Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 30
28 FÉLAGSBRÉF arstofnanir einveldisins voru lagðar niður og í staðinn stofnsett ráðuney'.i með ábyrgum ráðherrum. Við þetta bætlist svo febrúarbyltingin, sem hleypti Slésvíkurstyrjöldinni af stokkunum. Hver atburðurinn rak annan, svo að hin nýja stjórn hafði í mörg horn að líta, og sinnti lítið málum íslands, en Jóni Sigurðssyni var ljóst, og öðrum þeiih, sem bezt sáu og skildu, að slíkt tækifæri sem þetta gafst ekki á hverjum degi, eins og Jóri sagði í Hugvekju til íslendinga. Brynjólfur hafði ekkert málgagn í höndura til að koma skoðunum sínum á framfæri við landa sína, en í bréfi lil Jóns bróður síns 29. febr. 1848 gerir hann grein fyrir skoðunum sínum um samband Islands og Danmerkur á komandi tímum, en honum farast þar orð á þessa leið: „Þér þykir víst undarlegt, að ég hef enn ekkert minnzl á ísland, hvernig með það sé farið í því efni. Það er af því Island er enn þá „tabula rasa“ í því efni. 1 „Forfatnings-Rescri])let“, sem kallað er, er ekk- ert minnzt á það annað, en að það skuli lialda alþingi, öldnngi^ eins og bingað til, en þar af má berlega ráða, að það skuli enga fulltrúa senda til „löggjafarþingsins“. Þetta sýnist mér vera það skásta, sem við var að búast í bráðina. Það eru ekki nema tveir vegir til um stjórn Islands. Annað hvort verðum við að eiga einn sjóð saman við Dani, eða eiga sjóð l’yrir okkur. Ef við eigum sjóð saman við Dani, })á er það bæði heimska og óréttlæti að segja við skulum bera okkur sjálfir. Stjórnin á þá að gjöra það fyrir okkur, sem við þurfum með og efni alls ríkisins leyfa, en taka af okkur svo mikið gjald, sem samsvarar efnum okkar í samanburði við það, sem binir aðrir gefa í afgald af sínum efnum. Hinn vegurinn er að lála okkur eiga sjóð fvrir okkur og annast sjálfir allar okkar þarfir og leggja fé fram eftir liltölu til þeirra þarfa, við eigum með hinu ríkinu (en það er í rauninni ekki annað en konungsættin). Hvorugu þessu hefur hingað til verið fylgt. Ég get nú ekki borið á móti því, að ég fyrir mitt leyti kýs miklu heldur seinni mátann. Ég er hræddur um það yrði alltaf liallað á okkur, ef fyrri mátinn væri hafður og ríkið þættist aldrei hafa neitt aflögu handa okkur, þegar við þyrftum einlivers við. Það er að minnsta kosti í öllu tilliti valt- ara. Og það yrði í rauninni sífellt óánægjuefni á báðar síður, sem von er af því allt er svo ólíkt, þarfirnar og gjaldmátinn, og svo illt öllu fyrir þá skuld niður að jafna. En ef seinni mátinn væri hafður, þá er allt hægra við að eiga, nema eitt, og það er: hver á að ráða því þá, hvað ísland skuli leggj-i fram, að tiltölu, til konungs, o.s.fr.? (eftir fyrra mátanum yrði íslending- ar að eiga fulltrúa saman við Dani og álögur Islendinga yrði þá kveðnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.