Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 15
JUAN RAMÓN JIMÉNEZ:
GLÓI
Glói er lítill asni, linmjúkur, loðinn: svo mjúkur viðkomu að vel
mcetti segja að hann vœri gerður úr baðmull og engin bein í kropp:
hctns. Aðeins tinnusvartir speglar augnanna eru harðir eins og tveir
Járnsmiðir úr svörtum kristalli.
Eg sleppi honum lausum og hann lallar út á flötina og snertir var-
Jega með snoppunni við litlu blómunum, rósrauðum, bláum og gull-
Jitum. .. . Ég kalla þýðri röddu, „Glói?" og hann kemur til mín á
léttu, glettnu brokki, sem er eins og dauft og íjarlœgt bjöllugjálfur. .
Hann etur allt, sem ég gef honum. Honum þykja afar góðar man-
áarínur, smáþrúgur og fjólubláar fíkjur með kristalstœrum hunangs-
áropum... .
Hann er kelinn og viðkvœmur eins og barn, eins og lítil telpa. ...;
6n sterkur og harður af sér eins og steinn. Þegar ég rið honum á
sunnudögum eftir smágötunum í útjaðri þorpsins, stanza sveitamenn-