Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 29
félagsbréf
27
10 hundraða eignar. Þetta varð Brynjólfi þrándur í götu, því að hann var
stórskuldugur, þó eygði hann Ieið á bak við lögin. Foreldrar hans önduðust
á þessum árum, og enda þótt hann teldi, að hann hefði fyrir löngu eytt
arfi sínum, bað hann Jón bróður sinn, að sér yrði ánöfnuð 10 hundruð í
jörð pro forma, svo að hann gæti orðið þingmaður, „ég er sannfærður um,
að Islendingar eiga ekki völ á mörgum, sem þeim væri hæfari til fulltrú i
en ég, þó að ég á hinn bóginn viðurkenni vanmátt minn,“ segir hann í bréfi
til Jóns bróður síns, 16. maí 1843. Það náði þó ekki fram að ganga. að
Brynjólfur fengi sæti á hinu nýstofnaða Alþingi, og það hafa áreiðanlega
verið honum sár vonbrigði, enda hellti hann úr skálum reiði sinnar yfi''
þingið og skipulag þess í grein sinni Um Alþingi, sem áður er getið.
Brynjólfur hafði hug á að gerast sýslumaður á Islandi strax að próf.i
loknu, en það liðu ár og dagar, án þess að úr yrði. Hann varð sjálfboðaliði
í rentukammerinu 1839 og var í því starfi þangað til honum var veitt
Skaftafellssýsla vorið 1844. Hann var farinn að búast til heimferðar, þegar
yfirmenn Iians gerðu boð fyrir hann og buðu honum fulltrúastarf í aðal-
skrifstofu rentukammersins. Brynjólfur þekktist boðið, því að hann var
miðlungi hrifinn af því að hafa fengið Skaftafellssýslu og sat kyrr í Kaup-
mannahöfn. Landar hans bundu góðar vonir við þetta nýja slarf. „Br. kall-
inn er í kammerkansellíinu og er þar eins konar kontórchef þó sem fuld-
mægtig að nafni; hann á nú að fá alþingismálin, og vænti ég þau hafi gott
af að komast í hans hendur,“ skrifaði Jón Sigurðsson Páli yngra Melsted.
þegar frá þessu hafði verið gengið, og ekki batt Brynjólfur sjálfur minni
vonir við þetta starf; „Ég veit líka — en það máttu fyrir guðs skuld engum
segja, að sú staða gefur mér nokkurn veginn vissa von um amlmannsem-
bættið með tímanum.“ skrifaði hann Jóni bróður sínum, þegar hann sagði
honum fréttirnar.
Brynjólfur gegndi þessu starfi í rösk 4 ár. Honum var farið að þykja
biðin löng eftir æðri og betur launaðri stöðu. og helzt var hann að hugsa
uin að verða amtmaður á eftir Bjarna Þorsteinssyni, sem varð að láta af
emhætti vegna sjóndepru.
En á skannnri stund skipast veður í lofti. Kristján VIII. andaðist í árs-
byrjun 184-8 og við völdum tók Friðrik VII. sonur hans. Hann lét það
verða eitt sitt fyrsta verk að afsala sér hinu ótakmarkaða einveldi og boð-
aði nýja stjórnarskrá á jiingræðisgrundvelli. Samfara lokum einveldisins
urðu breytingar á stjórnarkerfinu. Rentukammer og kansellí og aðrar stjórn-