Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 29

Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 29
félagsbréf 27 10 hundraða eignar. Þetta varð Brynjólfi þrándur í götu, því að hann var stórskuldugur, þó eygði hann Ieið á bak við lögin. Foreldrar hans önduðust á þessum árum, og enda þótt hann teldi, að hann hefði fyrir löngu eytt arfi sínum, bað hann Jón bróður sinn, að sér yrði ánöfnuð 10 hundruð í jörð pro forma, svo að hann gæti orðið þingmaður, „ég er sannfærður um, að Islendingar eiga ekki völ á mörgum, sem þeim væri hæfari til fulltrú i en ég, þó að ég á hinn bóginn viðurkenni vanmátt minn,“ segir hann í bréfi til Jóns bróður síns, 16. maí 1843. Það náði þó ekki fram að ganga. að Brynjólfur fengi sæti á hinu nýstofnaða Alþingi, og það hafa áreiðanlega verið honum sár vonbrigði, enda hellti hann úr skálum reiði sinnar yfi'' þingið og skipulag þess í grein sinni Um Alþingi, sem áður er getið. Brynjólfur hafði hug á að gerast sýslumaður á Islandi strax að próf.i loknu, en það liðu ár og dagar, án þess að úr yrði. Hann varð sjálfboðaliði í rentukammerinu 1839 og var í því starfi þangað til honum var veitt Skaftafellssýsla vorið 1844. Hann var farinn að búast til heimferðar, þegar yfirmenn Iians gerðu boð fyrir hann og buðu honum fulltrúastarf í aðal- skrifstofu rentukammersins. Brynjólfur þekktist boðið, því að hann var miðlungi hrifinn af því að hafa fengið Skaftafellssýslu og sat kyrr í Kaup- mannahöfn. Landar hans bundu góðar vonir við þetta nýja slarf. „Br. kall- inn er í kammerkansellíinu og er þar eins konar kontórchef þó sem fuld- mægtig að nafni; hann á nú að fá alþingismálin, og vænti ég þau hafi gott af að komast í hans hendur,“ skrifaði Jón Sigurðsson Páli yngra Melsted. þegar frá þessu hafði verið gengið, og ekki batt Brynjólfur sjálfur minni vonir við þetta starf; „Ég veit líka — en það máttu fyrir guðs skuld engum segja, að sú staða gefur mér nokkurn veginn vissa von um amlmannsem- bættið með tímanum.“ skrifaði hann Jóni bróður sínum, þegar hann sagði honum fréttirnar. Brynjólfur gegndi þessu starfi í rösk 4 ár. Honum var farið að þykja biðin löng eftir æðri og betur launaðri stöðu. og helzt var hann að hugsa uin að verða amtmaður á eftir Bjarna Þorsteinssyni, sem varð að láta af emhætti vegna sjóndepru. En á skannnri stund skipast veður í lofti. Kristján VIII. andaðist í árs- byrjun 184-8 og við völdum tók Friðrik VII. sonur hans. Hann lét það verða eitt sitt fyrsta verk að afsala sér hinu ótakmarkaða einveldi og boð- aði nýja stjórnarskrá á jiingræðisgrundvelli. Samfara lokum einveldisins urðu breytingar á stjórnarkerfinu. Rentukammer og kansellí og aðrar stjórn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.