Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 31
l'KLAGSBRÉF
l 29
á á lögþingi ríkisins). Það er auðséð réttast væri það væri afgjört af jafn-
mörgum mönnum af fulltrúum Dana og íslendinga, og að konungur skæri
úr þegar ágreiningur yrði, en að tillagið væri aðeins áskorðað fyrir nokkur
ár í senn. En margir vildu liklega láta lslendinga ráða því sjálfa, hvað
mikið þeir ættu að leggja til ríkisþarfanna. Ekki er samt held ég nokkurn
tíma að búast við því. Nú er það, sem við eigum að ná í: jafn réttur til lög-
gjafar fyrir okkur, sem allsherjarþingið hér fær fyrir Danmörku. f april
mánuði vonast menn eftir að sjá frumvarpið til stjórnlaganna. Það er sagt
konungur sjálfur sé fyrir að gefa sem mest frelsi, en þeir, sem kringum
hann eru, vilja Iáta liann gefa minnst. Það var eitt af því fyrsta, sem kon-
ungur gjörði, að hann sendi boð eftir Bardenfleth og gjörði hann að Ge-
lieime Statsminister. Nú á hann frá 1. apríl að verða forseti í danska kansel-
líinu, en þeir Stemann og Orsted eiga þá að fara frá. Allir halda hér muni
verða „ansvarlige Ministre“ og verður þá þessum Collegiis steypt, sem hetur
fer fyrir öll störf. En hvað verður þá úr mér og mínum líkum. Ég hugfea
nú ekki svo mikið um það eins og hitt, hvað þeir muni þá gera við íslenzku
málin, hvort þeir muni láta þau dúsa svona á víð og dreif, eða taka þau
öll saman á einn stað.“
Brynjólfur fékk svar við þessari spurningu von bráðar. Ráðherrarnir
þinguðu um stofnun sérstakrar stjórnardeildar fyrir fsland sumarið 1848.
Hún var sett á stofn fyrir áramótin 1848—49. Brynjólfur var gerður að
forstöðumanni hennar og réð mestu um skipulag hennar.
Þegar fregnirnar um afsal einveldisins bárust til íslands var efnt til
lundahalda um sumarið og samdar bænarskrár, þar sem óskað var eftir, að
um hin væntanlegu stjórnarlög yrði fjallað á 'þingi í landinu sjálfu. Svar
stjórnarinnar var konungsbréfið 23. sept. 1848, þar sem því var heitið, að
engar ákvarðanir skyldu teknar í málinu, fyrr en innlent þing hefði tekið
það lil meðferðar. Þetta loforð var mikill styrkur fyrir fulltrúa íslands á
Orundvallarlagaþinginu, því að með þessu var 'þeirri hættu bægt frá, að
danska Grundvallarlagaþingið skammtaði íslendingum sjálfstæði án þess
að íslenzkt þing gæti lagt þar orð í belg. Það lá því næst fyrir að hefja
undirbúning að slíku þingi. Fyrsta spor stjórnarinnar í þessa átt var að
kveðja Pál Þórðarson Melsted til Kaupmannahafnar og útnefna hann sem
konungsfulllrúa á aljjingi 1849. Páll tók þegar að búa sig undir starfið
og m.a. lagði hann til, að þingið 1849 skyldi fjalla um stjórnlagamálið
sem ráðgefandi Jnng, og taldi, að það skijiti ekki meginmáli, j)ó að lög-