Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 39
f ÉLAGSBHÉF
37
ÍNNHEIMTUM.: Býr hér Bóas Jónsson? Mér var sagt það hérna hinum
megin. En naínið er samt ekki á hurðinni.
(1 þessu rekur lítill drengur höjiiðifi frarn í gœttina og þurrkar sér um
kámugan munninn meS erminni. Hann hejur líka ve.ri'S a'ö borða).
DRENGURINN (starir á manninn): Hvaða maður er þetta?
STULKAN: Vertu ekki með þessa forvitni. Farðu heldur inn og reyndu að
þurrka þér alminlega um munninn. (Við manninn): Já, hann er hérna.
ÍNNHEIMTUM. (utan við sig): Hánn er þá hérna?
STuLKAN (mcð nokkurri óþolinmœ&i): Já, ég var að enda við að segja
að hann vreri hérna.
ÍNNHEIMTUM.: Ég er með reikning til hans.
STÚLKAN (kallar inn): Bóas, það er rukkari sem vill finna þig.
(Drengurinn kemur ajtur jramí gœltina og er enn kámugur um munn-
inn. Hann reynir að komast útá ganginn til að sjá manninn betur,
cn stúlkan varnar honum þess).
STÚLKAN: Hvað er þetta hefurðu aldrei séð mann fyrr. Ég var að segja
þér að þurrka þér alminlega um munninn.
DRENGURINN: Ég gerði það líka.
STÚLKAN (ýtir honum innjyrir): Það sýnir sig. Svona farðu og segðu
honum frænda að það sé kominn rukkari. (Kallar inn) — Bóas, ætl-
arðu ekki að koma? Það er rukkari liérna.
(Innan úr íbúðinni heyrist karlmannsrödd): Já, ég er að koma. Hvaða
læti eru þetta?
BÓAS (við slúlkuna um leið og hann kemur jrarní dyrnar — tyggjandi):
Heldurðu að ég sé heyrnarlaus eða hvað?
(Stúlkan grettir sig framaní Bóas og jer inn).
BÓAS (við mannínn): Ha, hvaða reikningur er það?
INNHEIMTUM.: Það er líftryggingargjald, 198 krónur (Réttir Bóasi reikn■
inginn varfœrnislega.
BÓAS (undrandi): Líftr yggingargjald! Það var búið að borga það fyrir
þrem árum. (Hallar sér uppað dyrastafnum og losar mat úr tönnunum
með jingrunum á meðan hann athugar reikninginn, — hlær) 198,
krónur. (Hlœr hœrra). Ég er svo aldeilis hissa (hlœr enn hœrra en
áður). Nú það á alveg að rúínera mann. (Fœr manninum reikning-
inn). Þér getið sagt þeim að þeir megi eiga hann. (Gerir sig líklegan
til að jara inn ajtur).