Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 51

Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 51
FÉLAGSBRÉF 49 ur hafið göngu sína hefur marga kosti. Einn höfuðkosturinn er sá að lítil rit að stærð sem oft hafa verið hálfgerðar horn- rekur hjá bókaútgefendum fá hér óvæntan stuðning, og er það vel. Útgáfustjóri þessa bókaflokks er Hannes Pétursson skáld. Um útlit bókanna er það að segja að mér finnst það smekklegt, en kann því hins vegar heldur illa að höfundarnafn sé hvorki á kili né framan á bókunum. Sömuleiðis skil ég ekki hvers vegna tvær bókanna eru sagðar koma út árið 1959 en ein þeirra 1960. Ég veit þó ekki betur en að allar bækumar hafi komið í einu, vorið 1960. Aftur á móti finnst mér það góð nýbreytni að geta þess hve mörg ein- tök séu prentuð af hverri bók. Ég mun nú reyna að fjalla í stuttu máli um einstaka bók, í þeirri röð sem þær eru tölusettar hjá útgáfufélaginu. Samdrykkjan eítir Platón. Jón Gíslason sá um útgáfuna. Þýð. Steingrímur Thorsteinsson. 134 bls. Ieftirmála bókarinnar er þess getið að þýðingu Samdrykkjunnar sé að finna t Landsbókasafninu og má heita furðulegt að slíkt rit sem þar að auki er þýtt af Steingrími Thorsteinssyni skáldi skuli geta leynzt svo lengi án þess að skeytt hafi verið um að gefa það út almenn- tngi til lestrar. Vonandi er að ekki séu mörg slík merkisrit grafin í Landsbóka- safninu án þess nokkur hirði um. Flestir munu renna grun í hvað það var sem nefndist samdrykkja (symposíon) með- al Grikkja í fornöld. Eins og nafnið bend- ir til, var það eins konar drykkjuveizla, en var jafnframt vettvangur skipulagðra ræðuhalda um eitthvert ákveðið efni sem drykkjustjóri ákvað hverju sinni. í þess- ari samdrykkju sem frá er greint var ræðuefnið ástin, skyldu menn í skipu- lagðri röð flytja lofræður um ástarguð- inn Eros. Þarna voru engin smámenni saman komin því meðal ræðumanna má til dæmis nefna þá Sókrates og Aristofanes. Skyldi Sókrates mæla síðastur manna sern var erfiðast, því sérhver ræðumanna korn fram með eitthvað nýtt og forðaðist að endurtaka það sem áður hafði verið sagt. Samt sem áður bar ræðumennska Sókra- tesar af hinum sem sól af tungli. Megintilgangur Platóns með þessu riti mun vera eins og stendur í ágætum for- málsorðum bókarinnar „að rannsaka og rýna hugtakið “ást“, „Eros“ og „hún“ (Samdrykkjan) á að leiða manninum fvrir sjónir, að öll viðleitni hans til hamingju- ríkara og betra lífs hvílir á þeirri tilfinn- ingu hans að vera háður æðri máttarvöld- um og á skuldbindingum gagnvart þeim.“ Fastlega geri ég ráð fyrir að ýmsir rnuni eiga erfitt að sætta sig við þær lofræður sem þarna eru haldnar ástinni til dýrðar. Mun þeim þá ekki hvað sízt reynast erf- itt að kyngja þeim bitanum að þarna er kynvilla lofsungin á marga vegu, reynd- ar undir nafninu „sveinaást“. Hápunktur mælsku þeirrar sem þarna streymir af vörum allra ræðumanna er ræða Sókratesar. Rökfimi hans er svo gíf- urleg að hann fær meira að segja síðasta ræðumann (Agaþón) til að viðurkenna að Iiann hafi ekki skilið neitt af því sem hann (Agaþón) sagði sjálfur. Siðan fer Sókrates að skýrgreina ástina á rökfræði- legan hátt og kemur þar fram að nokkru leyti frummyndakenning sú sem er uppi- staðan í heimspekikerfi Platóns. Um þýðingu Steingríms Thorsteinsson- ar er þarflaust að fjölyrða, allir þekkja snilld hans á því sviði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.