Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 34

Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 34
32 FÉLAGSBRCF Þessi lýsing Gröndals mun rétt svo langt sem hún nær, enda kemur hún heim við dóm annarra samtíðarmanna hans, t.d. segir Páll Melsted um hann í endurminningum sínum: „Eftir því sem eg kynntist löndum mínum við háskólann fann eg það, að mér féll bezt við Brynjólf Pétursson og Gísla Hjálmarsson; mér varð vel við þá mér fannst eg batna af náveru þeirra og tali, og eg fann glöggt, að mig skorti við þá tvo menn bæði hreinleik hjartans og mikilleik gáfnanna. Gísla þekkti eg betur en Brynjólf, en þó þekkti eg hann svo, að eg hefði helzt kosið að vera sem hann. Hann var glæsilegur maður bæði til lífs og sálar.“ Brynjólfur kvæntist aldrei, en hann var heitbundinn Seselju, dóttur sr. Benedikts Vigfússonar á Hólum. Þessar festar fóru fram sumarið 183' þegar Brynjólfur kom heim til foreldra sinna að loknu prófi, en þær hlutu svipleg endalok, því að Seselja andaðist öndverðan vetur 1837 úr taugaveiki. Brynjólfur var alltaf í fjárkröggum í Kaupmannahöfn, þó að Gröndal segi, að hann hafi aldrei skort fé, en það liafa fáir vitað af félögum hans. 1 hverju einasta bréfi til bræðra sinna er hann að biðja þá hjálpar, það kom allt fyrir ekki, þó hann fengi arf eftir foreldra sína og Sigurð gamla í Krossanesi, og kæmist í hálaunaða stöðu, enda segir hann, að það bezta við stjórnardeildarforstjórastarfið sé, að það sé svo vel launað, að hann geti nú hjálpað þeim, sem minna hafi en liann, og ekki þarf að draga í efa, að menn hafi kunnað að færa sér það í nyt; „Hvern fjandann munar einn Departementschef um það“, á Brynjólfur að hafa sagt við Gísla Brynjólfs- son, er Gísli hafði orð á því, hve rausnarlega hann veitti, og eitt síðasta verk hans var að gefa öllum nema tveim upp allar skuldir. Þrátt fyrir langar fjarvistir frá ættlandi sínu var Brynjólfur jafnan rneð hugann heima, honum var mjög nauðugt að selja föðurleifð sína, því að ræktun og jarðabætur voru meðal hjartfólgnustu hugðarefna hans. Að um- bylta jörðinni heima og gera allan Hólminn að túni voru dagdraumar hans, og hann lét ekki þar við sitja, heldur hvatti unga menn að kynna sér nýjungar í ræktun og áveitum og öðru, sem til framfara horfði, en hann dó um aldur fram frá öllu iþessu. Allt frá 1840 kvartar hann um lélega heilsu og víða talar hann eins og hann viti feigð sína fyrir. Hann veiktist alvarlega í júní 1840. Eftir það bráði að vísu af honum annað slagið. en ekki svo að hann væri fær um að gegna nokkru starfi. Það er bæði átakan- leg og brosleg lýsingin af því, þegar Brynjólfur var felldur frá kjöri. sern forseti Bókmenntafélagsins á aðalfundi þess vorið 1851. Hann var þá orðinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.