Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 27
félagsbréf
25
félagið er ekki annað en að segja maður álíti hann bezt hæfan til að vera
forgöngumaður íslendinga; vegna þess að hann er í rauninni allt félagið.
Ég er öldungis hissa á þér, þar sem þú segist vera orðinn „indifferent í
pólitískum efnum“, en segist þó vilja reyna til að koma íslandi í horf með
að bæta bjargræðisvegu, fá frjálsa verzlan, koma upp fiskiskipum og verzl-
unarskipum, auka póstferðir o.s.frv. — eins og það sé ekki „Politik“, eða
til þess sé að hugsa með öðru móti, en að vekja þjóðernistilfinninguna í
fólkinu og skilja svo sem bezt verður að stjórn ísfands og Danmerkur —
þó hvurttveggja sé undir Danakonungi. Þú getur trúað mér til, að það er
mín einlægasta ósk og að ég hugsa mest um, hvurnig betra megi kjör
þjóðarinnar að velmeganinni til, þó ég álíti líka nauðsynlegt að fræða hana
um annað. Það sé ég, að verður mestur munurinn milli okkar Jóns Sigurðs-
sonar í því — þó við viljum báðir sama „Resultat“ — að hann vill ná því
með að stríða við stjórn Dana, og þykir nóg, ef hún fæst til að láta undan
með illu eða góðu, þar sem ég vildi vera í friði við stjórnina, en útrýma
svo því óþjóðlega úr þjóðinni, að stjórnin yrði og hlyti af sjálfu sér að
snúa sér eftir henni. Ég hef ekki komizt til að rita neitt um íslands málefni
1 vetur, en ef Guð lofar mér, þá tek ég Iþau nú fyrir í sumar og vetur, því
ég hef nóg að skrifa um. Þú sérð, að Fjölnir er í þetta sinn í höfuðefninu
5!æstitisk“. Hann verður öðruvísi að ári að efninu til. Ég held það sé einhvur
bezti stofn, sem verið getur á Fjölnis-félaginu, 9em það hefur nú fengið,
og þeir sem í því eru hérna eru efnilegir menn.“
Það er greinilegt, að Fjölnismenn hafa litið Jón Sigurðsson og Ný félags-
nt hornaugá, svo að ekki sé meira sagt. Að vísu leitaði Brynjólfur hófanna
um sameiningu ritanna aftur seinna, en það bar heldur ekki árangur, og
Brynjólfur sagði, að það væri af því, að þá þættist Jón Sigurðsson ekki
geta verið flokksforingi jafnt og áður.
Það eina, sem Brynjólfur ritaði í Fjölni á þessum árum og umræðu er
vert, er grein hans Um Alþingi í Fjölni 1844'. Hann var aðal stjórnmála-
maðurinn í hópi Fjölnismanna, eftir að Tómas leið, og þessi grein og Al-
þingiskvæði Jónasar er skerfurinn, sem Fjölnir lagði fram í baráttunni fyrir
endurreisn og skipulagi Alþingis.
Endalok Fjölnis leiddi af ævilokum Jónasar, því að síðasti árgangurinn
var helgaður minningu hans og Fjölnisfélagið hætti að halda skipulega
fundi vorið 1847, að vísu greinir Gísli Brynjólfsson frá fundi, sem haldinn
var í ársbyrjun 1848, en það voru síðustu dauðateygjurnar.