Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 26

Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 26
24 FÉLAGSBRÉF prófessors Finns Magnússonar, unz Jón Sigurðsson tók við því starfi vorið 1851. Af öðrum störfum í þágu Bókmenntafélagsins má nefna, að hann ritaði fréttirnar í þrjá árganga Skírnis og sá um fyrstu útgáfu ljóða Jónasar Hallgrímssonar ásamt Konráði Gíslasyni. Auk þessa starfaði hann að orðtöku fyrir orðabók Cleasbys ásamt Kon- ráði og fleiri íslendingum. Þá var hann einn af stofnendum Nordisk Littera- tur Samfund, sem gaf út íslenzk fornrit um nokkurt skeið, og einn af stofu- endum íslenzks hófsemdarfélags og forstöðumaður þess nokkurn tíma. Eins og áður er getið, var Brynjólfur einn af stofnendum Fjölnis, og það mun lengst varðveita nafn hans frá gleymsku. En hann skrifaði langminnst þeirra þremenninganna, og það eru ekki til nein óyggjandi rök fyrir því, að hann hafi yfirleitt skrifað nokkuð í 5 fyrstu árgangana. Hins vegar hef- ur það verið haft fyrir satt, að hann hafi verið styrkasta stoð Fjölnis fjáv- hagslega, en þar Vantar einnig sönnunargögnin. Sundurþykkja þeirra Jónasar og Konráðs við Tómas batt enda á útgáfu Fjölnis um nokkurt skeið. Að vísu var stofnað félag í Kaupmannahöfn til þess að halda áfram útgáfunni árið 1839, en tíminn leið og ekkert varð úr framkvæmdum. Samt voru fundir haldnir og haustið 1840 skyldi hafizt handa. Brynjólfur bauð Jóni Sigurðssyni að ganga í félagið og tók hann boðinu, en brátt reis upp ágreiningur um nafn ritsins og lög félagsins, sem endaði með því, að Jón Sigurðsson gekk úr félaginu við fimmta mann. og þeir hófu undirbúning að útgáfu Nýrra félagsrita. Fjölnismenn stóðu nú fáliðaðir eftir og leituðu hófanna um að sameina félögin, en fengu neikvætt svar. Það var fyrst haustið 1842 eftir að Jón'as Hallgrímsson var kominn til Kaupmannahafnar, að skriður komst á að nýju. Fjölnir kom út vorið eftir og 2 næstu ár. En brátt tók að fækka í félaginu að nýju. Meira að segja gekk Jón Pétursson, bróðir Brynjólfs, úr félaginu og fór yfir til Nýrra fé- lagsrita. Þá þótti Brynjólfi mælirinn vera orðinn fullur og segir m.a. við Jón í bréfi 16. maí 1843: „Mikið hældust þeir yfir því í blóðtökufélaginu, að þú skyldir hafa „grátbænt Jón Sigurðsson um að komast inn í það. Mér þykir annars líklegt, að þú sjáir, að hvað sem Jón byrlar mönnum inn, þá er hann öldungis á sama málinu í höfuðefninu eins og við hinir — nema um alþingisstaðinn, — ef til vill — og það sýnir líka bezt raun vitni um, þar sem hann hefur öldungis fallizt á allar mínar hugmyndir um alþing, og reynt til að tileinka sér þær — sem hann má. Það er einungis til að vera flokksforingi, að hann vill ekki samlagast okkur, og að ganga í blóðtöku-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.