Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 19

Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 19
félagsbréf 17 burtu, og hestarnir höfðu illan bifur á þeim og voru tregir til að fara fram hjá.... Nú segja bjöllurnar, Glói, að klœðið á háaltarinu hafi rifnað. Ég held sú byssa sé ekki til í þorpinu, sem einhver hefur ekki skotið úr á Júdas. Þefurinn af púðrinu berst jafnvel hingað til okkar. Þarna reið eiit skotið enn, og annað! ... .Nema í dag, Glói, er Júdas dómarinn, eða kennarinn, eða skatt- heimtumaðurinn, eða borgarstjórinn, eða ljósmóðirin; og nú, þennan laugardagsmorgun fyrir páskadag, hleypir hver maður af byssu sinni og miðar í huganum á þann, sem hann hatar; er aftur orðinn barn og lifir í óljósum og fjarstœðukenndum ímyndunarheimi vorsins. GJÁIN Ef þú deyrð á undan mér, Glói minn, þá ferð þú ekki ofan í djúpa mýrarpyttinn, eða klettagjána upp við veginn, sem liggur með fjalls- hlíðinni, í vagni gamla kallarans eins og vesalings asnarnir, hest- arnir og hundarnir, sem engum þykir vœnt um. Krákurnar skulu ekki fá að blóðga þig og kroppa af rifjunum þínum, unz þau eru orðin ber — eins og nakin böndin í bátnum, sem ber við sólarlagið — þannig að þú verðir ömurleg sjón fyrir augum þeirra, sem ferðast með sexlestinni til San Juanstöðvarinnar. Þú skalt ekki heldur verða látinn liggja útblásinn og stirðnaður á rotnu grjótinu í botni gjárinn- ar, til þess eins að skjóta börnunum skelk í bringu, þegar þau hrœdd og forvitin gœjast yfir gjábarminn á göngu sinni um furu- lundinn á sunnudagskvöldum. Vertu alveg rólegur, Glói. Ég skal gera þér gröf við rœtur furu- trésins í ávaxtalundinum, þar sem þú unir þér svo vel. Þú skalt fá að hvíla við gleði og fegurð lífsins. Þar munu börnin bregða á leik og litlu stúlkurnar sitja við hlið þér á litlum stólum og lœra sauma sína. Þú munt fá að heyra ljóðin, sem einveran flytur mér. Þú munt heyra söng þvottastúlknanna í appelsínulundinum og hávaðinn frá brunninum mun flytja þér gleði og svala í eilífum svefni þínum. Allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.