Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 19
félagsbréf
17
burtu, og hestarnir höfðu illan bifur á þeim og voru tregir til að
fara fram hjá....
Nú segja bjöllurnar, Glói, að klœðið á háaltarinu hafi rifnað. Ég held
sú byssa sé ekki til í þorpinu, sem einhver hefur ekki skotið úr á
Júdas. Þefurinn af púðrinu berst jafnvel hingað til okkar. Þarna reið
eiit skotið enn, og annað!
... .Nema í dag, Glói, er Júdas dómarinn, eða kennarinn, eða skatt-
heimtumaðurinn, eða borgarstjórinn, eða ljósmóðirin; og nú, þennan
laugardagsmorgun fyrir páskadag, hleypir hver maður af byssu
sinni og miðar í huganum á þann, sem hann hatar; er aftur orðinn
barn og lifir í óljósum og fjarstœðukenndum ímyndunarheimi vorsins.
GJÁIN
Ef þú deyrð á undan mér, Glói minn, þá ferð þú ekki ofan í djúpa
mýrarpyttinn, eða klettagjána upp við veginn, sem liggur með fjalls-
hlíðinni, í vagni gamla kallarans eins og vesalings asnarnir, hest-
arnir og hundarnir, sem engum þykir vœnt um. Krákurnar skulu ekki
fá að blóðga þig og kroppa af rifjunum þínum, unz þau eru orðin
ber — eins og nakin böndin í bátnum, sem ber við sólarlagið —
þannig að þú verðir ömurleg sjón fyrir augum þeirra, sem ferðast
með sexlestinni til San Juanstöðvarinnar. Þú skalt ekki heldur verða
látinn liggja útblásinn og stirðnaður á rotnu grjótinu í botni gjárinn-
ar, til þess eins að skjóta börnunum skelk í bringu, þegar þau
hrœdd og forvitin gœjast yfir gjábarminn á göngu sinni um furu-
lundinn á sunnudagskvöldum.
Vertu alveg rólegur, Glói. Ég skal gera þér gröf við rœtur furu-
trésins í ávaxtalundinum, þar sem þú unir þér svo vel. Þú skalt fá
að hvíla við gleði og fegurð lífsins. Þar munu börnin bregða á leik
og litlu stúlkurnar sitja við hlið þér á litlum stólum og lœra sauma
sína. Þú munt fá að heyra ljóðin, sem einveran flytur mér. Þú munt
heyra söng þvottastúlknanna í appelsínulundinum og hávaðinn frá
brunninum mun flytja þér gleði og svala í eilífum svefni þínum. Allt