Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 16
14
FÉLAGSBRÉP
irnir, klœddir beztu fötunum sínum, virða hann fyrir sér stundarkorn
og segja:
,,Það er stál í honum," segja þeir.
Stál, já, það er stál í honum. Stál og mánasilfur, hvort tveggja í
senn.
RÖKKURLEIKIR
Þegar Glói og ég, kaldir og stirðir, náum rauðleitu húminu í þröng-
um moldargötunum, sem liggja að uppþornuðum árfarveginum, sjá-
um við hvar hópur fátœkra barna leikur sér að því að hrœða hvert
annað með því að apa eftir betlurum. Einn drengjanna kastar striga-
poka yfir höfuðið, annar þykist vera blindur, þriðji haltrar. ...
Innan skamms voru þó sum þeirra, af táknrœnum hverfulleik barns-
hugans, orðin að furstum og prinsum: því þau voru þó alltjent á skóm
og í fötum og mœður þeirra — þœr einar vissu hvernig — höfðu
þó getað gefið þeim eitthvað í svanginn.
— Pabbi minn á silfurklukku.
— Og pabbi minn á hest.
— Og minn á byssu.
Klukku, sem vekur hann í dögun til strits og er'fiðis; byssu, sem ekki
getur drepið hungrið; hest, er flytur hann nœr eymdinni. .. .
Börnin takast í hendur og dansa í hring. Og í rökkurskuggunum
er sem fínir þrœðir af fljótandi kristalli fljúgi um dimmt loftið, er lítil
telpa tekur að syngja veikri en fagurri röddu, eins og prinsessa:
Eg er ekkjan unga,
greifans frá Oré....
... ,Já, já! Syngið, dreymið, litlu fátœklingarnir! Bráðum rís köld
morgunskíman.... œska ykkar.... og þið munuð hrœðast vorið
eins og það vœri betfari, sem klœðist grímu vetrarins.
— Svona, áfram, Glói....