Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 10

Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 10
8 FÉLAGSBRÉF viki, og gæfu síðan út um það álitsgerð, sem hafa mætti til hlið-i sjónar við framburðarkennslu i skólum og á heimilum. Yrði þá ef til vill girt fyrir hœttuna á þvi, að einn kennarinn teldi þennan framburð æskilegan og annar hinn, allt eftir þvi, liverju þeir hafa sjálfir vanizt. itlál. Kcm alla varðar. Framburður islenzkrar tungu er miklu mikilvœgara mál en svo, að einungis beri að ihuga það meðal málfrœðinga og i skólastofum. Það varðar hvern einasta af oss. Hver einasti íslendingur ætti að hugleiða sinn eigin framburð öðru hverju og spyrja sjálfan sig, hvort þar sé ekki einhverju ábóta vant, og ef svo er, þá að leitast við að lagfæra það. Málið er dýrgripur, sá dýrmætasti, sem vér eig- um, og með það verður að fara sem slikan. Ef illa er um hann hirt, fellur á liann ryk frá óhreinu umhverfi og hann missir sinn fagra, upþrunalega lit. Og þvi lengur sem hann er ryki hulinn, þeim mun erfiðara verður að fága hann. Málsmekk þeirra, sem hlýða oft og lcngi á vont mál, hættir til að spillast, ef þeir eru ekki stöðugt á varðbergi. Þeir hætta að taka eftir þvi, að verið er að misþyrma málinu i eyru þeim, en fara i stað þess sjálfir að mis- þyrma þvi. Sama á sér stað um þá, sem lengi eru erlendis og tala svo með útlendum hreimi, þegar þeir koma heim. Þeir hafa ekki gætt móðurmálsins sem skyldi, dýrgripur þeirra hefur fengið lit af sinu annarlega umhverfi. Af þessum ástæðum riður svo mikið á, að þeir vandi málfar sitt. sem margir lilusta á — og þá eigi siður hinir, er skrifa það sem margir lesa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.