Félagsbréf - 01.07.1960, Side 10

Félagsbréf - 01.07.1960, Side 10
8 FÉLAGSBRÉF viki, og gæfu síðan út um það álitsgerð, sem hafa mætti til hlið-i sjónar við framburðarkennslu i skólum og á heimilum. Yrði þá ef til vill girt fyrir hœttuna á þvi, að einn kennarinn teldi þennan framburð æskilegan og annar hinn, allt eftir þvi, liverju þeir hafa sjálfir vanizt. itlál. Kcm alla varðar. Framburður islenzkrar tungu er miklu mikilvœgara mál en svo, að einungis beri að ihuga það meðal málfrœðinga og i skólastofum. Það varðar hvern einasta af oss. Hver einasti íslendingur ætti að hugleiða sinn eigin framburð öðru hverju og spyrja sjálfan sig, hvort þar sé ekki einhverju ábóta vant, og ef svo er, þá að leitast við að lagfæra það. Málið er dýrgripur, sá dýrmætasti, sem vér eig- um, og með það verður að fara sem slikan. Ef illa er um hann hirt, fellur á liann ryk frá óhreinu umhverfi og hann missir sinn fagra, upþrunalega lit. Og þvi lengur sem hann er ryki hulinn, þeim mun erfiðara verður að fága hann. Málsmekk þeirra, sem hlýða oft og lcngi á vont mál, hættir til að spillast, ef þeir eru ekki stöðugt á varðbergi. Þeir hætta að taka eftir þvi, að verið er að misþyrma málinu i eyru þeim, en fara i stað þess sjálfir að mis- þyrma þvi. Sama á sér stað um þá, sem lengi eru erlendis og tala svo með útlendum hreimi, þegar þeir koma heim. Þeir hafa ekki gætt móðurmálsins sem skyldi, dýrgripur þeirra hefur fengið lit af sinu annarlega umhverfi. Af þessum ástæðum riður svo mikið á, að þeir vandi málfar sitt. sem margir lilusta á — og þá eigi siður hinir, er skrifa það sem margir lesa.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.