Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 12

Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 12
JUAN RAMÓN JIMÉNEZ Spænska ljóðskáldið, Juan Ramón Jim- énez, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1956, naut um alllangt árabil þeirrar sérstöku virðingar að vera talinn mesta skáld, er þá var uppi og ritaði bund- ið mál á spænska tungu, og munu fáir eða engir bafa véfengt þann dóm. f umsögn sinni um skáldið nefndi sænská akademi- an st'i'staklega hina „lýrisku ljóðagerð bans, sem f sögu spænskrar tungu er merki- legt dæmi um andagift og listrænan hrein- leika.“ Enda þótt Jiménez bafi verið fæddur á Spáni, hlotið mestalla menntun sína þar og ávallt talið sig Spánverja, þá dvaldi hann utan heimalands síns nærri samfleytt allt frá árinu 1936 og til dauðadags áríð 1958, aðallega í Bandaríkjunum og á eyj- unni Puerto Rico. Juan Ramón Jiménez Mantacon var fæddur hinn 24. desember árið 1881 í bæn- um Moguer nálægt hafnarborginni Huelva í Andalúsíu-héraði á Spáni. Faðir hans var þá attðugur vínekrueigandi, en er drengurinn var seytján ára að aldri og við nám í háskólanum í Sevilla, varð faðir hans fyrir miklti fjárhagslegu tjóni, og beið þess aldrei bætur. Juan Ramón ákvað að gera lýriska ljóða- gerð að ævistarfi sínu, og fyrstu ljóð hans voru gefin út í Madrid árið 1898, Almas ile Violeta (Fjólubláar sálir), og nokkru síðar Ninjas (Vatnadísir). Aldamótaártð flutti hann til Madrid og komst þar í Juan Itnmún Jiménez. kynni við skáldin Miguel de Unamuno y Jugo, José Ortega y Gasset, Valle-Inclan og ljóðskáldið Rubén Darío frá Níkaragua. Það var haft eftir Francisco Aguilera, forstöðumanni spænsku deildarinnar i þin?" bókasafninu í Washington, að Darío hali fyrstur manna komið auga á snillina 1 Ijóðagerð Jiménez.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.