Félagsbréf - 01.07.1960, Page 12

Félagsbréf - 01.07.1960, Page 12
JUAN RAMÓN JIMÉNEZ Spænska ljóðskáldið, Juan Ramón Jim- énez, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1956, naut um alllangt árabil þeirrar sérstöku virðingar að vera talinn mesta skáld, er þá var uppi og ritaði bund- ið mál á spænska tungu, og munu fáir eða engir bafa véfengt þann dóm. f umsögn sinni um skáldið nefndi sænská akademi- an st'i'staklega hina „lýrisku ljóðagerð bans, sem f sögu spænskrar tungu er merki- legt dæmi um andagift og listrænan hrein- leika.“ Enda þótt Jiménez bafi verið fæddur á Spáni, hlotið mestalla menntun sína þar og ávallt talið sig Spánverja, þá dvaldi hann utan heimalands síns nærri samfleytt allt frá árinu 1936 og til dauðadags áríð 1958, aðallega í Bandaríkjunum og á eyj- unni Puerto Rico. Juan Ramón Jiménez Mantacon var fæddur hinn 24. desember árið 1881 í bæn- um Moguer nálægt hafnarborginni Huelva í Andalúsíu-héraði á Spáni. Faðir hans var þá attðugur vínekrueigandi, en er drengurinn var seytján ára að aldri og við nám í háskólanum í Sevilla, varð faðir hans fyrir miklti fjárhagslegu tjóni, og beið þess aldrei bætur. Juan Ramón ákvað að gera lýriska ljóða- gerð að ævistarfi sínu, og fyrstu ljóð hans voru gefin út í Madrid árið 1898, Almas ile Violeta (Fjólubláar sálir), og nokkru síðar Ninjas (Vatnadísir). Aldamótaártð flutti hann til Madrid og komst þar í Juan Itnmún Jiménez. kynni við skáldin Miguel de Unamuno y Jugo, José Ortega y Gasset, Valle-Inclan og ljóðskáldið Rubén Darío frá Níkaragua. Það var haft eftir Francisco Aguilera, forstöðumanni spænsku deildarinnar i þin?" bókasafninu í Washington, að Darío hali fyrstur manna komið auga á snillina 1 Ijóðagerð Jiménez.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.