Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 48

Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 48
46 FÉLAGSB RÉF aS giftast Vilhjálmi. I örvæntingu sinni og friðleysi þrífur Hrafn föt liennar, ekur með þau heim að Mýri og kastar þeim i Vilhjálm. Upp úr þessu -kviknar með þeim háðum óslökkvandi hatursbál. Ekki er auðvelt að rekja þessa sögu í svo stuttu máli sem þessu, en það má nú hverjum vera Ijóst, að sagan er flókin í sniðum, hver stóratburðurinn rekur annan og ekki eru þeir, eða ályktanir höfundar af þeim, ávallt jafn sennilegir. I ekki lengri sögu en þetta reynir höf- undur að lýsa svo mörgum atkurðum og persónum, að hún verður hálfknúsuð fyr- ir bragðið og bygging hennar er svo flók- in, að lesandinn á fullt í fangi með að fylgja þræðinum, og halda sambandinu millum sögupersónanna óbrengluðu í huga sér. Þetta finnst mér vera nokkur galli á sögunni, en þó ekki sá stærsti, því höl'- undurinn virðist ráða allvel við bygg- ingu hennar. Það sem mér finnst vera höfuðgalli sögunnar eru samtölin. Vi 1 j- andi virðist höfundur gera þau kröpp og hranaleg, til þess að auka áhrif átakannu og hamfaranna, en að mínum dómi verða þau svo stíf og uppstillt, að þau verka með öllu óeðlilega á mann við lesturinn. Ég kannast ekki við slikt málfar af vör- um almennings, hvorki í sveit eða kaup- stað, og ekki heldur úr öðrum sögum Jóns. Gerir þetta aðra atburði sögunnar enn ósennilegri en ella, og er þó teflt þar á tæpasta vaðið, eins og með atburðina, sem höfundur lætur gerast nóttina í Blæng. Meðferð Vilhjálms og hans manna á hundi Hrafns er svo varmennskuleg, að maður fær henni vart trúað. Það hefði virzt jafnvel sennilegra, þó þeir hefðu gengið af Hrafni sjálfum dauðum. OSru máli gegnir um síðari sögu bók- arinnar, Bréf að austan. Þar er straum- ur óumflýjanlegra örlaga hægari og lygn- ari, en þungi hans er engu minni fyrir það. Hér nýtur hógvier frásagnarblær höfundar sín betur, einfaldleikinn ! stíl hans, en þetta tvennt er að mínum smekK eitt helzta aðalsmerkið á ritstíl Jóns Daiu Ahrif frásögunnar fá jafnvel meira gildf fyrir þetta, því alvaran, sem á bak við liggur, gerir ávallt áþreifanlega vart við sig, undiraldan er öflug og þung. Óli Finnur, sem er aðalpersóna þe»s- arar áhrifamiklu sögu. verður fyrir þvi óláni að lenda munaðarlaus og ungur að ártim í uppeldi hjá hinuin mestu sóðunt og úrþvættum. Þar er honunt haldið að strangri vinnti, hálfsveltur og hrakiniu Sigurveig á Þúfu sýgttr úr hoiiunt blóðið, nnz hann loks tekur á sig rögg og flýr úr vistinni. Hann ætlar sér til Reykjavíkur. en lendir fyrst á Giljuin, þar sem tekið er vel við honum. Þar getur hann eignatl athvarf og heimili, ef liann vill. Hann eignast barn nteð dóttur bóndans á Giljutn: l'ólkið þar tekur því tneð still- ingti og gerir honum |>að skiljanlegt. að liann geti tekið við jörðinni og eigna/.t þar bú og sama.-tað. En hann hefttr einu sinni verið særður þvi sári, sem ekki grær og stöðugt svíður uiidan. Hann hei- ur fengið ólæknandi óheit á sveitinni og skal til Reykjavíktir komast. Hér syðra lendir hann svo i umróti striðsáranna. hrökklast stað úr stað húsnæðislaus. Unnusta lians, Þóra. gerist ráðskona hia manni í Reykjavik. sem nýlega er orðinii ekkjumaður, til þess að geta verið nálægt 01a. En lnátt fer sá að stiga i vænginn við Þóru og bannar Óla með öllu ið koma þar inn fyrir dyr. i örvæntingu sinni ræðst hann inn uin glugga i húsið til þess að komast til Þóru, en Hinrik. húsráðandinn, kærir liann fyrir að hrjota þannig hús á sér og Óli Finnur lendu' i steininum. Þau standa uppi á götiinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.