Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 32

Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 32
30 FÉLAGSBRÉi’’ gjafarvaldið væri einungis hjá stjórninni. Brynjólfur fékk lillögur Páls Melsteds til umsagnar, og hann var því algjörlega mótfallinn, að sá háttur yrði hafður á, og kom því til leiðar, að Grundvallarlagaþingið felldi úr lagafrumvarpinu allt það, sem snerti ísland á nokkurn hátt, því að hann var einn af fulltrúum íslands á Grundvallarlagaþinginu, og átti sæti í nefndinni, sem fjallaði um frumvarpið til Grundvallarlaganna. Það varð því endirinn, að Páll skyldi einungis semja frumvarp til kosningalaga, sem síðan yrði kosið eftir til liins væntanlega þjóðfundar, og svo var ráð fyrir gert, að hann yrði haldinn sumarið 1850. Nokkur skoðanamunur var með þeim Brynjólfi og Páli Melsled. Páll hafði gefið stjórninni nokkra hugmynd um skoðanir sínar á sambandi ts- lands og Danmerkur og í álitsskjali sínu hafði Brynjólfur einnig látið uppi skoðanir sínar á samhandsmálinu. Þegar það er borið saman við það, sem hann segir í bréfinu til Jóns bróður síns, sem birt var hér á undan, er auð- sætt, að hann hefur ekki talið rétt að segja stjórninni hug sinn allan um það mál, heldur miða tillögur sínar við það, sem mögulegt væri, að danska stjórnin gæti fallizt á. Bardenfleth dómsmálaráðherra sýndi það líka svart á hvítu í athugasemdum, sem 'hann skrifaði við tillögur Brynjólfs, að hon- um þótti nóg um hinn ósvífna skilnaðaranda í Islendingum. Alþingi 1849 fjallaði um kosningalögin til hins væntanlega þjóðfundar. Brynjólfur var óánægðúr með margt í þeim og vildi breyta ýmsu, en fékk því ekki ráðið. Hann var einnig hálft í hvoru að vonast eftir því, að hann yrði kosinn fulltrúi á þjóðfundinn, en þær vonir rættust ekki. Síðari hlula vetrar 1850 leit samt út fyrir, að hann yrði sá, sem mestu mundi ráða á þjóðfundinum því að honum var falið að semja frumvarp stjórnarinnar „Om Islands forfatningsmæssige Stilling i Danmark,“ eins og hann kall- aði það, og jafnframt var hann spurður að því, hvort hann vildi ekki tak- ast á hendur að verða konungsfulltrúi á þjóðfundinum, og Brynjólfur seg- ist hafa svarað því til, að þar sem um Islands velferð væri að gjöra um aldur og ævi gæti hann ekki tekizt Commissarii embættið á hendur, nema stjórnin vildi fallast á uppástungur hans, og það leit ekki út fyrir annað en svo mundi verða, og Brynjólfur var farinn að búast til ferðar, þegar stjórnin sá sig allt í einu um hönd, og bauð Brynjólfi tvo kosti, að farat heim til íslands með frumvarp, sem væri samið eins og stjórnin vildi með tilliti til Slésvíkurdeilunnar eða fresta fundinum til næsta árs, svo að það gæti ekki spillt fyrir frumvarpi dönsku stjórnarinnar um samband Dan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.