Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1878, Síða 115
Stjórnartíðindi B 16.
105
1878
ISTýútkoiniii lög.
12. dag júlím. 1878 lög nin lausafjártíund1 úirt í deildinni A, bls. 58—63.
s. d. lög um gjafsóknir2 birt í deildinni A, bls. 64—65.
Samkvæmt 1. gr. laga 24. ágúst 1877 uðlast lög Jiessi gildi, pegar 12
vikur eru liðnar frá ídag, eða hinn 28. dag októberm. 1878.
Stjórnarbrjef og auglýsingar.
— Brjef landshöfðingja til beggja amtmanna um birtingu laga. — Sam- jq^
kvæmt lögum frá 24. ágúst f. á. um birtingu laga og tilskipana er frá í dag af tekin i. ágúst.
þinglj'sing sú, er hingað til hefir verið fyrirskipuð á lögum og tilskipunum, en birting
þeirra í deildinni A stjórnartíðindanna skal eptirleiðis vera skuldbindandi fyrir alla,— og
samkvæmt 2. gr. áminnztra laga, skulu þar að auki hreppstjórar lesa upp á kirkjufund-
um eða hreppaskilaþingum lög þau og tilskipanir, sem getið er í 1. grein, án þess þó, að
þetta skuli vera skilyrði fyrir því, að þau sjeu skuldbindandi. Fyrir því skulu sýslu-
menn eptirleiðis útbýta til hreppstjóra þeirra, er undir þá eru skipaðir, þeim exemplör-
um af stjórnartíðindum A, er þeim verða send í því skyni, undireins og þeir meðtaka
þau, og um leið tjá breppstjórunum, hvern dag viðkomandi lög eða tilskipanir öðlistgildi
og er það að svo miklu leyti eigi er sagt sjerstaklega fyrir um það í sjálfum lögunum
eða tilskipununum, f2 vikum eptir þann dag, er það tölublað kom út af stjórnartíðind-
unum (deildinni B), er það er birt í, að lögin eða tilskipunin sje út komin. Neðst til
vinstri handar á fyrstu blaðsíðu hvers tölublaðs stjórnartíðindanna B, er prentaður dagur
sá, er blaðið kom út. Birting um nýútkomin lög eða tilskipanir mun verða prentuð
efst á sömu blaðsíðu.
Skyldu í einhverju lögsagnarumdœmi einhver af lögum þeim og tilskipunum,
er .birt hafa verið í deildinni A frá því að manntalsþingin 1877 fóru fram, ekki hafa verið
birt á manntalsþingum þessa árs, ber hlutaðeigandi sýslumanni sem allra fyrst að
senda amtinu áleiðis hingað skýrslu um það.
Um hver árslok skulu sýslumenn senda amtmanni áleiðis hingað vottorð um, að
öll þau lög og tilsldpanir, er á árinu hafa verið birt í A deild stjórnartíðindanna hafi
verið send hreppstjórunum, og ber þeim að hafa eptirlit með, að hreppstjórar gæti á-
minnztra fyrirmæla í 2. gr. laga 24. ágúst f. á. Sje eitthvað áfátt við exemplör þau af
stjórnartíðindum A er sýslumönnum eru send áleiðis til hreppstjóra, ber sýslumönnum
tafarlaust að snúa sjer beinlínis til landshöfðingia um það, sem vantar.
Þetta er tjáð yður herra amtmaður til þóknanlegrar leiðbeiningar og birtingar
fyrir hlutaðeigöndum.
— Brjcf ráðgjafans fyrir Islancl til amtmanmins yfir norður og auslurumcLœminu iqq
tim víxlbrjef fyrir strandmannakostnaði. — Út af þóknanlegu brjefi 29.júní.
yðar, lierra landshöfðingi, dags. 27. nóvbr. f. á., var utanríkisráðherranum skrifað og hann
1) Sbr. AlþingistíÖindi 1877, II. bls. 30—73.
2) Sbr. Alpingistíðindi 1877, II. bls. 170—181.
Hinn 5. ágúst 1878.