Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1878, Qupperneq 118
1878
108
A 12 var honum greidd, gefið út í viðurvist notarii publici afhendingarskjal það, sem hjer
3. júlí. mog fylgir eptirrit eptir, aptur á mdti hefir ráðgjafinn s. d. leyft honum með skrif-
legri yfirlýsingu, og af henni fylgir hjer einnig eptirrit, að nota og nýta söfn þau, sem
hjer eru, meðan hann lifir.
Með því þessu næst samkvæmt afhendingarskjalinu að senda ráðgjafanum eldsvoða-
ábyrgðarskjal fyrir söfnum þeim, sem hjer eru, hljóðandi upp á 30000 kr., hefir Jón
Sigurðsson með tilliti til þess hluta handritanna, sem er í Keykjavík, getið þess, að
liann sje geymdur í stiptsbókasafninu, og sje í umsjón skólavarðar Jóns Árnasonar, sem
mun afhenda þann hluta handritanna herra landshöfðingjanum landssjóðsins vegna.
Jafnframt því að skýra hcrra landshöfðingjanum frá hinu framan skráða til
nauðsynlegrar leiðbeiningar og senda eptirrit eptir uppteiknun Jóns Sigurðssonar yfir
handrit þau, sem eru í líeykjavík, vildi ráðgjafinn þjónustusamlega mælast til þess
viö yður, að þjer þóknanlega vegna landssjóðsins vilduð taka á móti þessum hluta safns-
ins frá fyrnefndum Jóni Árnasyni, og um það vonast ráðgjafinn að fá frá yður
þóknanlega skýrslu.
IIJ — Brjef ráðgjafans fyrir ísland m landshöfdingja um lán til vatnsveit-
1 ■’ulí inga — Eptir að ráðgjafinn hafði ritað herra landshöfðingjanum 24. maí þ. á., að
hann áliti ser eigi heimilt að veita úr viðlagasjóði lán það, er rœðir um í brjefi yðar 6.
s. m., að upphæð 10000 kr., til að þurrka upp og rœkta Staðarbyggðarmýrar, sem svo
eru nefndar, og liggja undir Munkaþverárklaustur, með því að veð það, er haft væri í boði
fyrir láninu, gæti eigi álitizt nœgilegt, hafið þjer í þóknanlegu brjefi 8. f. m. getið þess,
að þegar muni byrjað á að þurrka upp mýrarnar og væri mikið undir því komið, að því
yrði haldið áfram, og þar með farið þess á leit, að yður yrði fengin heimild til að veita
Munkaþverárklaustursumboði áminnzt lán úr viðlagasjóði, með þeim kjörum, sem til eru
tekin í hinu fyrra brjefi yðar, sem sje að láninu sjo skipt niður á 2 eða 3 ár og lát-ið
úti jafnóðum og verkinu skilar áfram, að greiddir sjeu 6 af hundraði á ári af því, sem
lánið nemur upphaflega, upp í höfuðstólinn og í vöxtu, 28 ár í röð, og að ábúendur um-
boðsjarðanna greiði þessa 6 af hundraði af láninu í umboðssjóð ásamt jarðarafgjöldunum,
eptir rjettri tiltölu engjalands þess, er jörðunum fylgir, og til vara leggið þjer það til, að
slíkt lán verði veitt með því móti, að sett sje frekari trygging fyrir því með fasteignarveði,
þangaö til samþykki alþingis fáist til þess, að lánið sje veitt umboðssjóðnum eða Munka-
þverárklaustursumboði með framangreindum skilyrðum.
Út af þessu er yður þjónustusamlega tjáð til þóknanlegrar leiðbeiningar, að ráð-
gjafinn enn sem fyr álítur sjer eigi heimilt að fallast á aðaltillögu yðar, en hins vegar
þvkist hann geta leyft, að lánið sje veitt, ef sett er nœgileg trygging fyrir endurborgun
þess. Með því að hjer er að rœða um lán úr viðlagasjóði, eða landssjóði, verður að taka
þetta svo, að lánið sje veitt hlutaðoigandi leiguliðum og þeir eigi að endurborga það, og
að hlutaðeigandi umboðsmaður eða umboðssjóðurinn sje að eins milligöngumaður til að
koma málinu í lning; verða því leiguliðarnir að gefa út skuldabrjef fyrir láninu, þar sem
þeir skuldbinda sig til að greiða vexti af því og borga það á framangreindan liátt og að
setja veð fvrir því, að skuldbindingum þessum verði fullnœgt, slíkt sem herra landshöfð-
inginn álítur nœgilegt, eptir reglunum fyrir lánum úr viðlagasjóði, og eins verður þegar
ábúandaskipti verða, aö láta hiua nýju leiguliða taka að sjer sömu skuldbindingu með
samsvaranda veði. Loks skal þess getið, að sjo þessu hagað á þann bátt, er hjer segir,
svo að leiguliðarnir verða lánþiggendur og setja venjulegt veð fyrir láninu, kemur eigi
til orða að leggja málið fyrir alþingi.