Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1878, Qupperneq 175
165
1878
honura þar að auki frjáls afnot af vitavarðarbústaðnum með lóð þeirri, er útmæld liefir 174
verið handa honum, Vitavörður er skyldur til að halda mann á eigin kostnað, er að-14, n<5vt,r'
stoði hann við gæzlu vitans. Eœður hann aðstoðarmann sinn sjálfur og víkur honum frá;
en skyldur er hann að senda landshöfðingja skýrslu þar um.
2. gr.
Landshöfðinginn yfir íslandi skipar vitavörðinn, er hefir ábyrgð á, að viti sá, er
honum er trúað fyrir, sje nákvæmlega aðgættur, og að störf þau, er þar að lúta, sjóu af
hendi leyst samkvæmt reglugjörð þeirri og þeim sjerstökum fyrirskipunum, er gjörðar
kunna að verða af landshöfðingja eða eptirlitsmanni þeim, er hann kynni að skipa. I>essu
til staðfestingar skrifar haun undir eiðspjall það, er lagt mun verða fyrir hann.
3. gr.
Launin skulu greidd vitaverði fyrirfram með */is á mánuði hverjum af hinni
árlegu upphæð.
4. gr.
Vitavörðurinn liefir í sameiningu við aðstoðarmann sinn á hendi varðhaldið við
vilann og niðurraðar vökustundunum eptir því sem hann sjálfur álítur hentugast; þó þannig
að ekkert vökutímabil farifram úr 6 klukkustundum í einu og að varðskipti eigi sjer stað
um miðnætti.
5. gr.
Vitavörður hefir á hendi brjefaskriptir þær, er viðkoma vitanum. A embættis-
brjef þau, er hann tekur við, ritar hann áframhaldandi tölur, og getur þar eptir stuttlega
á brjefaskrá innihalds þeirra og dagsetningar og dagsþess, er hann tók við þeim, en öll
embættisbrjef, er hann sendir frá sjer, ber honum að rita í brjefabók sem ásatnt brjefum
þcim, er hann tekur á móti, skal geymt í skjalasafni vitabyggingarinnar.
6. gr.
Engin peningaútgjöld snertandi viðhald vitahúsanna, áhöld vitans og það, sem að
öðru leyti fylgir vitanum mega eiga sjer stað án leyfis landshöföingja þar að lútandi. Að
eins þegar kringumstœðurnar banna q,ð fá slíkt samþykki, má vitavörður greiða slík gjöld
eptir beztu vitund; en tafarlaust skal hann gefa landshöfðingja skýrslu um það.
7. gr.
Vitavörður semur á hverju ári peningareikning yfir tekjur og gjöld vilans og
annan reikning eða skilagrein fyrir áhöldum hans og birgðum samkvæmt fyrirmyndum
þeim, sem honum verða fengnar. Báðir reikningarnir skulu ná til 31. desbr. ár hvert
og sendast landshöfðingja sem fyrst eptir þann dag. Ennfremur ber að senda 15. marz
árs hvers skýrslu um birgðir vitans við útgöngu febrúarmánaðar. Sýni það sig, að eitt
cða íleira af því, er nota þarf, muni ganga upp áður, en búast megi við nýjum birgðum
ber að skýra Jandshöfðingja frá þessu í tœka tíð.
Allir peningar og birgðir skulu undir eins og þeim er veitt viðtaka ritaðar
tekjumegin í viðkomandi reikning og skal peningaforðinn geymdurí kassa þeim, er fylgir
vitanum.
8. gr.
Vitavörðurinn heldur dagbók, er löggilt skal af landshöfðingja og skal í hana
i'ita fyrir hverja nótt um sig skýrslur þær, er heimtaðar eru í hinum einstöku dálkum