RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Side 5
keppast menn við að endurprenta alræmdar og andstyggilegar
neðanmálssögur úr gömlum Vesturheimsblöðum og ryðja út
„skáldverkum“ á borð við þá „stórkostlegu“ og „víðfrægu“ sögu,
sem lýst var nvlega á þessa leið, í kjarnyrtri auglýsingu:
„Ungur, glæsilegur lögregluforingi, óvenjulega snarráður og
djarfur. Yndisleg, ung stúlka, ævintýralega ráðagóð og bugrökk
svo að af ber, sem skyndilega og óvænt verður einkaritari og
starfsfélagi þessa unga leynilögregluforingja. Hræðilegur og
dularfullur glæpamannaflokkur, sem liefst við í leyndardóms-
fullum húsum víðs vegar í London. Slóttugur og fyndinn ævin-
týramaður og alþjóðlegur glæpamaður, sem lendir í andstöðu við
bófaflokkinn ægilega“. — Það er auðvelt, eins og útgefandi
segir síðar í auglýsingunni, að gera sér í hugarlund hvílík af-
burðasaga bér er á ferðinni!
Sem betur fer, eru livergi nærri allir bókaútgefendur undir
sömu sök seldir í þessum efnum. En sannleikurinn er sá, að það
er yfirleitt erfiðara að selja góðu bækurnar en ruslið. Flestir lit-
gefendur munu fremur vilja bagnast á góðri bók en vondri. Hér
ræður lögmálið um framboð og eftirspurn, — sú varan er fram-
leidd, sem mestur markaður er fyrir.
Glöggt dæmi um mat útgefenda á íslenzkum bókakaupendum
er eftirfarandi saga úr viðskiptalífinu:
Fyrir mörgum árum þýddi Bjarni heitinn frá Vogi þýzka skáld-
sögu, gott rit, eftir merkan höfund, C. F. Meyer. Sagan bét
Dýrlingurinn. Hún mun bafa selzt dræmt. Fyrir skömmu komst
útgefandi einhver eða bóksali yfir leifar upplagsins. Þetta var
ráðsnjall náungi og sá þegar, hvernig bann gat komið sögunni í
peninga. Hann lét prenta nýja kápu. Á kápurlni stóð: Morð
hanzlarans. Skáldsaga. B. J. þýddi. — Þetta hreif. Sagan rann íit.
Það nægði, að gefa benni reyfaraheiti og fjarlægja nafn Bjarna
frá Vogi!
Þetta er óskemmtilegur vitnisburður um íslenzka lesendur.
G. G.
3