RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Page 7
Eftir Maxim Gorkí
I.
Fast við gluggann í skuggsýnu
litlu lierbergi liggur faðir minn á
gólfinu, hjúpaður hvítu líni, og
virðist venju frenmr langur. Berar
tærnar á fótum hans eru einkenni-
lega gleiðar, hann liggur með
spenntar greipar, en fingurnir eru
bognir; augun hans, sem voru að
venju svo fjörleg, eru nú lokuð,
hulin tveimur svörtum, kringlótt-
um koparpeningum, hið góðlátlega
andlit lians er nú dökkleitt, og ég
verð óttasleginn, er ég lít tennur
hans skaga fram í óviðfelldu glotti.
Móðir mín liggur á hnjánum,
fáklædd, í rauðu pilsi, og greiðir
með svörtum kambi hár föður
míns, langt og mjúkt, frá enni
niður á hnakka. Mamma segir eitt-
hvað án afláts, með dimmri, hásri
röddu, hin gráu augu hennar eru
þrútin og flóa í tárum, sem lirynja
stór af hvörmum hennar.
Við lilið mér stendur Babúska,
gild og þrifleg, höfuðið mikið, aug-
Bernska
5