RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Side 27
brúðardraugurinn
RM
héðan! Hér er allt tilbúið til að
taka á móti yður, og lierbergi er
til reiðu, ef þér viljið draga yður
frá gleðinni“.
Riddarinn liristi liöfuðið, og var
því líkast sem dimmt sorgarský
drægi yfir augu bans. „Á svalari
sæng en svannabrjóstum mun ég
und miðnætur mána blunda“,
sagði bann.
Hjartað gekk upp í liáls og ofan
í læri á víxl í barúninum, þegar
bann lieyrði þetta andsvar ridd-
arans. Hann tók á öllu lieljarafli
sínu til þess að láta ekki bera á
hræðslunni, og beiddist þess aftur
af riddaranum, að bann færi eigi
þannig á brottu.
Riddarinn hristi höfuðið þegj-
andi, og kvaddi aftur boðsfólkið;
frændkonurnar sátu náfölar og
stirðnaðar af brellingu; mærin
drap niður böfði og tárin runnu
niður eftir vöngum liennar.
Barúninn fylgdi riddaranum út
í hallargarðinn, þar stóð liestur
riddarans og stappaði í steingólf-
tungl var í fyllingu og glóðu
fáksaugun við mánageislanum eins
og lielstjörnur í myrkbeimi. Þá
nam riddarinn staðar, og mælti
við barúninn, en rödd lians var
eins og feigðarómur úr dauðra
ntanna gröfum: „Nú mun ég segja
yður livað því veldur, að ég fer
á brottu héðan. Ég lief heitið að
koma“ —. B arúninn tók fram í
ræðu riddarans og mælti: „Þér
getið sent annan fyrir yður“. „Það
má ég eigi“, mælti riddarinn, „ég
verð að koma á þessari miðnætur-
stundu til kirkjunnar í Trentu-
borg“. „Það getið þér geymt til
morguns“, mælti barúninn, „kom-
ið þér nú og stígið þér á brúðar-
beðinn“.
„Nei, mælti riddarinn með
dimmri röddu, „mitt hjarta byggir
engin brúðarást, og mitt liold mim
eigi byggja brúðarsæng, því að
köldum ná skal kuldi fróa, og
andaðan ormar örmum vefja, um
miðnætti skal ég und mána
blunda, og brostin augu und brún-
um glóa“.
Að því mæltu sté bann á bak;
hesturinn þaut með liann út í nátt-
myrkrið eins og stormbylur, og
var þegar horfinn.
Barúninn fór aftur inn og sagði
frá, hvernig farið hafði með þeirn.
Héldu margir að þetta hefði verið
forynja eða svipur dáins manns,
og þá liðu tvær konur í ómegin.
Loksins datt einum ættingja bar-
únsins í liug, að þetta mundi
reyndar liafa verið brúðguminn,
og hefði liann gert þetta til þess
að reyna livernig brúðurin væri,
en liefði eigi litist á blikuna.
Þetta þótti barúninum allsenni-
legt og reiddist liann svo ákaflega,
að við sjálft lá að liann mundi
af göflurn ganga og springa. Hann
bölvaði og ragnaði, og var ekkert
það blótsyrði og nafn hins illa
fjanda til, er eigi mátti þá lieyra
af lians munni; hann sór við allt
25