RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Side 28
RM
WASHINGTON IRVING
heilagt og við allt andskotalegt,
að hann skyldi fœra sifjaspillinum
og föður lians liið grimmilegasta
stríð a hendur og ausa dynjandi
örvadrífu yfir alla þeirra eymdar-
kofa og bannsetta húka, svo sem
hann tiltók. Lét barúninn þessa
orraliríð ganga þar til er hann
sofnaði af þreytu á stóli einum í
liöllinni, en hinir liéldu áfram að
gæða sér á mat og víni, og sváfu
þeir, sem eigi komust í rúmið, þar
í salnum um nóttina á milli brot-
inna og hruninna bikara og skapt-
kera, sumir á bekkjunum, en sum-
ir á gólfinu.
Leið nú næsti dagur, og var ung-
frúin illa á sig komin. Hún linnti
eigi af gráti og harmatölum, og
kom eigi út úr lierbergi sínu. Þar
var hjá henni önnur frændkona
hennar, og leitaðist við að liafa
ofan af fyrir henni með öllu móti.
Herbergið lá á móti fögrum aldin-
garði, og mjög út af fyrir sig. Var
nú komið undir miðnætti, og skein
tunglið glatt inn um herbergis-
gluggann; þá var frændkonan
sofnuð á hægindinu út úr langri
draugasögu, er hún hafði verið að
segja meyjunni, en mærin sat við
gluggann og starði hugsandi á
laufin í aldingarðinum, er blikuðu
til og frá í tunglsgeislanum. Þá
leið að eyrum henni blíður og
sætur ómur upp úr aldingarðin-
um og færðist æ nær og nær; það
var ástarkvæði og sungið með fag-
urri rödd. Mærin stóð upp og lauk
upp glugganum; hún gat þá að
líta, hvar maður stóð á milli ald-
intrjánna; tunglið skein á andlit
honum, en mærin þekkti hann
þegar, því glöggt er ástaraugað.
Þá kvað við ógurlegt liljóð að baki
Iiennar, og leit liún við; það var
frændkonan, hún hafði vaknað og
þekkt að þar var kominn brúðar-
draugurinn; féll hún þegar í ómeg-
in. Þegar mærin leit aftur út um
gluggann, þá var maðurinn horf-
inn. Voru nú orðin hausavíxl á
hlutunum, því sú, sem nú þurfti
liðsinnis, var frændkonan; hún var
26