RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Side 53
GUÐ PLANTAÐI GARÐ
hár og skegg og var föl í framan;
en þegar liún beitti stílnum, gægð-
ist fram í kinnar hennar léttur
roði.
Hún liafði með sér í stóru með-
alaglasi saftblandað liafraseyði og
yljaði það á ofninum. Hún var
sólgin í liafraseyði, það var hennar
lífsins balsam.
Borðið mitt var við ofninn. Það
er snemma morguns að vetrarlagi,
kennslan er enn ekki byrjuð. Ung-
frú Jespersen er nýkomin inn úr
dyrunum. Hún er ekki búin að
losa sig við hattinn með strúts-
fjöðurinni og kápuna með poka-
®rmunum. Það vill ekki loga í
°fninum, og hún kemur á vettvang
B1 að athuga liann. Hún er með
Oestigpelann í liendinni.
Þá sé ég gegnum vindaugað, að
loginn gýs upp, og áður en ég
Veit af því, er hrokkið út úr mér:
Það log ar!
Uað fór hræðsluhrollur um mig,
þegar ég áttaði mig á því, að ég
hafði gert mig sekan um að tala
ótilkvaddur. Ég hafði ekki einu
RM
sinni rétt upp vísifingurinn til
þess að biðja um leyfi. -— Hvað
myndi nú gerast?
Hún leit á ofninn, liún sagði
ekki aukatekið orð. Hún setti
glasið frá sér. Hún gekk upp að
kennaraborðinu. Hún settist, gapti
og greip andann á lofti, og svo
sagði liún:
Guð plantaði garð . . .
Það gerðist ekkert.
Ég skildi ekki þetta. Ég liafði
syndgað. En ég hafði ekki fengið
refsingu. Ég skildi það ekki.
Ef ég hefði fengið þá refsingu,
sem ég verðskuldaði, þá væri ég
kannski nú betri maður en ég er.
Því að ennþá er ég mikið fyrir að
syndga. Ég geng að töflunni í
leyfisleysi og skrifa: 5X9 = 59.
Þessum verknaði, hugsa ég með
mér, liefur drottinn vanþóknun á.
Svo geng ég út. En ég læðist á
tánum eftir ganginum, og ég lieyki
mig svolítið í lierðunum, þegar
ég geng fram hjá glugga umsjón-
armannsins.
Helgi Sœmundsson íslenzkaði.