RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Page 65
Harry Martinson:
Tvö kvæði
S^ceitmaikip
Viö hófum upp sæslmastrenginn, sem liggur i Atlanzhafinu
milli Barbadoes og Tortuga,
brugðum luktum okkar að sárinu og bræddum í það nýtt gúmmí,
staddir á fimmtándu gráðu norðlægrar breiddar
og sextándu gráðu vesturlengdar.
Þegar við lögðum eyrað að skemmda staðnum,
heyrðum við hvemig suðaði l strengnum.
— Það eru milljónaeigendurnir í Montreal og St. John
að tala um Kúbasykurinn og lækkun á launum okkar,
sagði einn okkar.
Við stóðum þama lengi og hugsi í hvirfingu luktarljósanna,
við hinir þolinmóðu sæsímaslæðendur,
unz við .sökktum viðgerðum strengnum
á sinn stað í dýpi hafsins.
í landi allsnægtanna
var húsið stórt og vel viöað,
eina og gulur kökkur í súpu
tungl lindarinnar.
í landi, þar sem neyðin bjó,
var hreysið aska, ba/mið dáið,
eins og beinagrind í lindinni
hið sama tungl.
Jón úr Vör íslenzkaBi.
59