RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Page 75
OÝRKEYPT FERÐALAG
— Er lítil vöknuð? Og livernig
er svo heilsan? Engin sjóveiki í
dag, ekki satt? Veðrið er yndis-
legt.
— Þakka þér fyrir, ég er liress,
sagði hún, og um leið og hún sagði
það, setti að lienni hálfgert ógeð,
sem hún reyndi þegar að hæla nið-
ur. — Ég er heimsk! hugsaði hún.
Ég er svo frámunalega heimsk!
Getur nokkrum liðið betur en
niér?Oghennivarðallt í einu liugs-
að til mömmu sinnar, sem liafði
sagt: 0, telpa mín, mikið gleðst
eg nú þín vegna! Og þetta hafði
hún ekki einungis sagt í eitt skipti,
heldur oft. Mörgum, mörgum sinn-
um, fullvissaði hún sig um. Og nú
lifði móðir liennar líka góðu lífi.
Hann var góður, í rann og veru
góður. Hann var gentleman!
— Skrepptu nú út, meðan ég
sniokra mér í eitthvað, sagði hún
°g brosti, — ég kem óðara á eftir
þér.
Hann endurgalt bros liennar, en
stóð kyrr dálitla stund. Svo þokaði
hann sér til dyranna með tregðu,
°g hún hinkraði ofurlítið við, eftir
að hann hafði lokað á eflir sér.
Svo hoppaði liún fram úr og tevgði
ur sér. Og einmitt er hún var
farin úr, kom hann aftur.
— Ég gleymdi bara eldspýtun-
um, sagði hann.
En liann gekk ekki rakleiðis að
hillunni, þar sem þær voru, —
hann mjakaði sér liægt til hennar
°g nam staðar hjá lienni. Hún
RM
stríkkaði á öllum vöðvum og bjóst
við liöndum lians.
— Lítil, — lítil, sagði hann, og
það var engu líkara en hann væri
með grátstafinn í kverkunum. Þú
— litla . ..
Hann hóf aðra höndina og
strauk liægt yfir handlegg hennar,
leiftursnöggt yfir brjóst liennar.
Svo snerist liann á liæli og stikaði
beint að hillunni, tók eldspýturn-
ar og livarf út.
Hún stóð lengi í sömu sporum
og bærði ekki á sér, — lienni var
innanbrjósts eins og hún væri með
miklum erfiðismunum að klifra
upp úr dimmum brunni, er hún
liafði fallið ofan í. Það var eins
og langur, dýrðlegur dagur liefði
birzt og liðið hjá sem leiftur og
uggvæn nóttin tekið við. Seltu-
blandinn hlærinn lék í mjúkum
lotum um nakinn líkama liennar,
— hann kom og fór, var mildur
og mjúkur, gaf og tók. Og þar
69