RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Side 85
SJÓLIÐINN
RM
lömun; stúlkurnar tvær notuðu sér
þennan skyndilega brest, þetta
getuleysi, sem plagaði liann eins
og það væri löstur lians, og léku
hann verr og verr, svo að hann
borgaði þeim, í dollurum, til að
hætta; Zizi skildi ekki lengur
hvað hann sagði, og talaði ekki
lengur þá litlu ensku, sem hún
kunni, og það lék enginn efi á
hatri Minettu, því að hún laug að
sjómönnunum, sem voru beztir
vmir lians og kom honum í áflog;
°g þeir læstu liann úti úr lierbergi
Zizi, sem hann borgaði fyrir;
næsta dag leiddu þeir hann milli
sin sigri hrósandi, ekki aðeins
drukkinn, heldur hefnigjarnan;
hann vonaði að liann gæti gert
þeim bölvun — ekki aðeins þung-
húinn, líeldur þreklausan.
wHvert skipti sem ég var með
^izi, stal hún af mér peningunum
°g gaf þá vinkonu sinni til að
haupa snjó. Hún hafði aldrei stolið
neinu áður“.
»Snjór, livað er það?“ spurði
eldri bróðirinn.
»Kók. Það er tekið í nefið. Þær
finna á sér af því“.
Þá þegar liann vildi bara kom-
ast á burt, hrelldi Zizi hann með
gamla giftingarheitinu; hún org-
a& án þess að vera vonlaus, og
fyrsta sinni á ævinni naut hann
þess að sjá annan gráta, þess að
hugga annan, vegna þess að liann
Sat ekki gefið það, sem vantaði;
svona varð liann smám saman
kurteis, eins og útlendingur; en
orustuskipið var að fara heim,
sjóliðaár lians voru útrunnin, og
hann hélt þá að það mundi gleðja
hann að sjá Wisconsin aftur.
Honum var ómögulegt að segja
bróður sínum af Zizi, svo að hann
sagði: „Það eru engin orustuskip,
sem þeir senda þarna yfirum. Bara
til að sýnast. Gamlir dallar, ryð-
brunnar byssur. Þeir yrðu að draga
þá á land, ef það kæmi nokkurt
stríð. Bara áróður“.
Og það var satt, útlendingarnir
voru lirifnir. Það sást að Ameríka
var rík, að allir Ameríkanar voru
hraustir, voru hreinir og vel
klæddir og gátu þolað venjulegt
svall við góðar aðstæður. Terri
liafði verið einn margra sendifull-
trúa, sendifulltrúa hjá hinum
föllnu konum Evrópu að minnsta
kosti, og lærði af liendingu hvað
„fallin“ þýddi, og þeir voru sendir
til að kynna menn eins og bróður
hans, þennan átakanlega grófa,
önuga, iðna bónda með stórskorinn
h'kama, ósnertan af flestum nautn-
um, og gátu ekki eftir það verið
það sama sem liann var; verur í
ölvaðri, glæsilegri, iðjulausri fylk-
ingu, sem hlytu að falla fyrir borð
eftir nokkur ár og vera án vinnu
og án sambands við nokkuð . . .
Bróðir hans lagði til hliðar ak-
tygin, sem liann var að gera við
og fór inn í gripaliúsið til að kasta
fóðri fyrir nautið og hrossin, sem
gengu ekki í haga. Terri var hon-
79