RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Blaðsíða 86
RM
GLENWAY WESCOTT
um saniferða, enn málugur, af því
að hann liafði ekki sagt það, gem
liann vildi hafa sagt.
„Okkur var lialdin mikil skiln-
aðarhátíð kvöldið sem við lögðum
af stað. Þess vert að muna það,
skal ég segja þér. Og kvöldið
áður“.
Þannig varð honum aftur hugs-
að til stúlkunnar sinnar; nóttina
áður en þeir fóru, nóttina sem
drykkjuveizlan var hjá Móður
Serafínu liafði hún staðið á stétt-
inni við vatnsbakkann, horfandi
inn um dyrnar þar sem vinkona
hennar, Minette, var lilæjandi og
hnjótandi eftir hljóðfallinu', með
annan handlegginn utan um sjó-
liða og hinn um ungan mann úr
bænum; og hún bar skrítinn svip
bæði haturs og velþóknunar, svip
sem virtist gefa til kynna að liún
væri sú, sem væri vanrækt og svik-
in, en í andliti liennar sást alls
ekkert líf: eins og á steinlíkneski
mitt í þrönginni, illgirninni, ham-
ingjunni, eins og höggmyndin í
þurrum gosbrunni, sem hann hafði
séð einliversstaðar þarna fyrir
handan.
Næsta dag flaut kvenfólkið í
tárum, það kitlaði hégómagimd
sjóliðanna og vakti þeim gleði;
jafnvel Minette grét; augu Terra
sjálfs vom rök og margra annarra
augu. Skipið lagði á hafið í
dimmu; kastljós þess léku hátíð-
lega um perlumóðurbyggingarnar,
villurnar í hæðunum, fjaðurlíka
garðana; ströndin var þakin skugg-
um fólks, sem veifaði klæðaplögg-
um, það varð þögulla og þögulla,
stilltara og stilltara; liann gat ekki
greint Zizi frá liinum og reyndi
ekki til þess; aldrei mundi liann
framar sjá bátana koma að á nóttu
eða degi með einn sjóliða stand-
andi kyrran í stafninum, beinni
en liöggmynd, flaggstöng í manns-
líki, né sjálfur vera þessi sjóliði;
aldrei framar mundi hann týna
sjálfum sér í þessari nótt fullri af
flöskum, liljóðfærum, kossum;
hann liafði fengið nóg; skips-
hljómsveitin spilaði „Hin gömlu
kynni“, fáeinir sungu.
„Já, það er stórkostlegt líf“, við-
urkenndi bróðir lians með tvenns
konar raddbrigðum, anuars vegar
af öfund yfir þeirri reynslu, sem
hann liafði ekki orðið aðnjótandi,
hins vegar af algjöru ’kæruleysi á
afleiðingum þessarar reynslu,
hverjar sein þær voru. „Og ég býst
við úr því þú hefur einu sinni ver-
ið á sjónum, munirðu ekki passa
í margt annað eftir það. Þú hefðir
ekki þolinmæði til þess“.
„Jæja, ég verð að hafa einhverja
tilbreytingu“, svaraði Terri, liissa
á svari bróðurins. „Ég vandist á
það. En eitt veit ég, ég geng ekki
í sjólierinn aftur. Ég liugsa ég fari
austur og fái mér vinnu“.
Hann horfði út um hlöðudyrnar
yfir Wisconsin: grænt, velmegandi,
þreytandi, bæði ríkt og fátækt,
með lítil, dapurleg hús og ekkert
80