RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Qupperneq 91
BERNSKA
RM
unnar, sem Babúska hafði sagt
niér af Ivar keisarasyni og
Ivanuska hinum heimska.
III.
Þegar ég var orðinn aftur frísk-
ur fór mér brátt að skiljast, að
Ziganok liafði sérstöðu á heimil-
inu: afi rauk ekki eins oft upp
á liann og viðhafði ekki um liann
slík ókvæðisorð og vandi hans var,
ér hann talaði við syni sína; ef
hann minntist á hann þegar hann
var fjarstaddur, brosti hann kank-
víslega og hristi höfuðið:
■— Hendurnar á honum Ivan
eru hreinasta gull — það veit guð!
Takið eftir orðum mínum: Það
verður einhvern tíma maður úr
honum!
Þegar Ziganok var fjarstaddur,
töluðu báðir móðurbræður mínir
af mikilli vonzku eða fyrirlitningu
um hann, þeir löstuðu vinnu hans
°g kölluðu hann þjóf og slæp-
ingja.
Ég spurði Babúsku, hverju þetta
sætti, og eins og hennar var vandi,
sagði hún mér allt af létta:
— Já, sjáðu til, — þeir vilja
báðir hafa Vanja hjá sér, þegar
þeir skilja og fara að reka sjálfir
verkstæði hvor fyrir sig. Þess vegna
rægir annar þeirra hann í eyru
hins og báðir vilja þeir sýna fram
á, að hann sé slakur verkmaður —
allt eru þetta helberar hlekkingar
og klókindi! Þá eru þeir einnig
hræddir um, að Vanja fari til
hvorugs þeirra, en verði hjá afa
og liann geti rekið þriðja verk-
stæðið með hans hjálp, og það á
nú ekki við móðurbræður þína,
eins og þú getur ímyndað þér.
Hún hló hljóðlega í gaupnir sér.
— Þetta eru mestu refir, heimsk-
ingjar í augum drottins! En afi
þinn liefur fyrir löngu séð, hver
fiskur liggur undir steini, og gerir
sér það til gamans að æsa þá og
ergja: „Ég kaupi Ivan undan her-
þjónustu“ — segir hann, — „ég
hef svo mikil not af honum!“ Og
þá ná þeir ekki upp í nefið á sér
af reiði og óttast um peningana,
því að undanþágan er dýr!
Nú lifði ég aftur lijá Babúsku
í hinni sömu friðsæld og á Volgu-
skipinu og á liverju kvöldi áður
en ég sofnaði, sagði liún mér ævin-
týri eða viðburði úr lífi sínu, sem
einnig voru líkastir ævintýrum. Ef
hún minntist á það, sem fram fór
á heimilinu — um eignaskiptingu
eða fyrirætlun afa um að bregða
búi — þá talaði hún um það bros-
andi, rétt eins og það væri fjar-
lægt og framandi málefni, er hana
skipti engu og varðaði nágranna
hennar. Hún trúði mér fyrir því
að Ziganok væri tökubarn! Einu
sinni snemma vors um nótt, þegar
mikið rigndi, hafði hann fundizt
á bekknum fyrir framan húsið.
— Hann lá þarna, vafinn inn í
pils, — sagði Babúska hugsandi og
dul á svip — liann kvakaði varla,
litla skinnið! Því að minnstu mun-
85