RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Page 94
RM
MAXIM GORKÍ
ungu konu? Hún sem er svo sterk
og heilbrigð — og gengur í eilífri
sorg! Minnstu einnig, ó drottinn,
Grígorís gamla, veslingsins — hann
er alveg að missa sjónina. Ef hann
verður blindur, verður hann að
fara á vergang og betla á þjóð-
veginum, vesalingurinn! öllu hef-
ur hann fórnað fyrir afa, en eng-
inn vill lijálpa honum . .. Ó, guð
minn, guð minn ...
Hún þagði lengi lineigðu liöfði
í auðmýkt, handleggirnir liéngu
máttlausir niður með hliðunum
eins og hún væri í fastasvefni.
— Hvað var það ineira? —
spurði hún 6vo, niðursokkiii í
hugsanir sínar. — Já, miskunna
þú öllum rétttrúuðum, vertu einn-
ig mér syndugiun lieimskingja náð-
ugur. — Þú veizt að ég syndga
ekki af illsku, lieldur af einfeldni
hjartáns.
Og með djúpu andvarpi sagði
liún með trúartrausti:
— Því að þú veizt allt, elsku
drottinn! Allt er þér opinberað,
ó, miskunnsami faðir!
Ég var ákaflega hrifinn af guði
Babúsku minnar, sem var svo ná-
lægur lienni, og oft bað ég hana:
— Segðu mér eitthvað af guði!
Hún talaði um liann með mjög
sérkennilegum liætti, hljóðlega,
með kynlega langdregnum orðum,
alltaf sitjandi og luktum augum:
Hún stendur snöggvast á fætur,
sezt strax aftur, bindur skýluklút
um liöfuð sér, og svo segir hún
mér frá guði þangað til við sofn-
um:
— Á tindi einum, sem gnæfir
hátt yfir engi paradísar, situr
drottinn í liásæti, sem gert er úr
bláum eðalsteinum undir lindi-
trjám úr silfri, og eru þau blómg-
uð allan ársins liring. 1 Paradís
er hvorki vetur né. haust, og þar
visna blómin aldrei, en geisla og
ilma eilíflega hinum heilögu lier-
8körum til lystisemda. En engl-
arnir sveima í kriijgum drottinn
eins og snjóflygsur eða eins og
fjöldi hvítra dúfna — þeir fljúga
frá liimni og niður á jörðina og
þeir fljúga aftur til himins og
segja drottni allt af létta um okkur
manneskjurnar. Það er bæði þinn
engill og minn engill og engill afa
— sórhver maður á sinn engil,
og drottni eru þeir allir jafn kærir.
Nú keniur þinn engill til drottins
og segir honum: Leksej gefur afa
sínum langt nef! Og undir eins
lekur drottinn ákvörðun sína: Já,
einmitt það — við skulum láta
karlsauðinn gefa honum góða ráðn-
ingu! Og þannig hefur hann reglu
og skipan á öllu, skiptir liarmi og
gleði með mönnunum, svo sem
þeir hafa verðskuldað. Og það er
svo gott að vera hjá lionum, að
englarnir þenja út vængina af gleði
og syngja umhverfis hann: Lof-
aður og prísaður veri þú, guð hæst
í hæð! En hann, hinn elskulegi,
brosir til þeirra. — Svona, svona,
við skulum láta þetta vera nóg!
88