RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Síða 97
bernska
RM
stund áður en ég fann liann, eða
leitin var árangurslaus.
1— Hann er farinn, — sagði ég,
nieðan hún lá hreyfingarlaus undir
sænginni og baðst fyrir í svo lág-
um liljóðum, að tæplega mátti
greina orðaskil:
— Hann er víst þarna, víst er
hann þarna! Leitaðu! Ég veit að
hann er þarna! Það brást heldur
aldrei — að lokum fann ég k.aka-
lakann einhversstaðar langt frá
rúminu.
-— Hefurðu stigið ofan á liann?
Jæja! guði sé lof. Þakka þér fyrir,
elskan mín!
Og hún stakk liöfðinu út undan
sænginni, varpaði öndinni af feg-
inleik og brosti.
Ef ég fann ekki skordýrið, kom
henni ekki blundur á brá; ég fann
að hún hrökk upp við minnsta
skrjáf í alkyrrð næturinnar, og
heyrði að hún liélt niðri í sér and-
anum og hvíslaði: Nú er hann á
dyraþröskuldinum ... nú skreið
Eann undir kassann ...
— Af hverju ertu svona hrædd
við kakalaka? spurði ég.
Og hún svaraði með sannfær-
ingarkrafti:
— Vegna þess að ég skil ekki
hvaða gagn þeir gera. Þeir skríða
°g smjúga hvar sem er, þessi svörtu
kvikindi! öllum öðrurn skorkvik-
indum hefur drattinn fengið eitt-
hvert starf: tvístertan segir frá
sagga í húsum, flóin segir, að gólf
og veggir séu óhrein, sá, sem lúsin
sækir á, verður brátt veikur —
allt er þetta skiljanlegt! En þessar
skepnur? Enginn veit í raun og
veru hvaða gagn þær gera, né
hvað í þeim býr.
Nótt eina, þegar Babúska lá á
hnjánum og talaði við guð, var
svefnherbergisdyrunum skyndilega
hrundið upp, og afi öskraði inn
um gættina hásri röddu:
— Drottinn typtir okkur,
mamma — hús vort brennur!
— Hvað segirðu? — hrópaði
Babúska og stökk á fætur, síðan
skjögruðu þau þunglamalega út í
stóra, kolsvarta stássstofuna.
— Jevgenía, taktu dýrlinga-
myndirnar! Natalía, klæddu börn-
in! — sagði hún skipandi, strangri
og harðri röddu, en afi sat afsíðis,
reri fram í gráðið og kveinaði
hljóðlega.
Ég hljóp út í eldhúsið. Glugg-
inn, sem sneri út að hlaðinu, glóði
eldrauður, stórir gulir ljósdílar
léku um gólfið; Jakob móðurbróð-
ir, sem var að færa sig í fötin,
hljóp berfættur á ljósblettunum,
eins og þeir brenndu liann, og
öskraði:
— Það er Mikael, sem hefur
kveikt í — enginn annar en Mika-
el! Og nú liefur liann lilaupizt á
brott, æ, æ, æ!
— Þegiðu, hundurinn þinn,
svaraði Babúska og hratt honum
L