RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Page 99
BERNSKA
RM
aðu snjónum hærra! Jakob, flýttu
þér — fáðu mönnunum axir og
skóflur! Svona, nágrannar góðir, —
takið nú á því, sem til er, guð mun
vissulega lijálpa okkur! Hún var
jafn stórfengleg og töfrandi álitum
og leikur bálsins; kolsvört í skini
eldanna, sem virtust reyna að
sleikja liana, var liún á þönum
um allt ldaðið, hnýstist inn í hvern
krók og kima, skipaði fyrir.
Úti-á hlaðinu brokkaði Sjarap;
hann prjónaði, svo að afi liófst á
loft eins og hálmvöndur; hin stóru
augu hans glóðu í skini loganna,
rauð og ægileg; skepnan frísaði
æðislega og barði frá sér með fram-
fótunum. Afi sleppti beizlinu,
hljóp til hliðar og æpti:
— Haltu við hann, mamma!
Babúska þaut fram að hestin-
um, sem prjónaði og stóð róleg
undir hófum lians, talaði gælulega
við liann, hesturinn fór á fjóra
fætur, frísaði aumkunarlega og
gekk að henni, órór og renndi
hornauga til eldsins.
— Vertu ekki svona hræddur!
sagði Babúska blíðlega og röddin
var dimm, klappaði á háls liestin-
um og tók í beizlið. Og hélztu að
ég mundi bregðast þér í öllum
þessum skelfingum? Æ, kettling-
urinn minn.
Kettlingurinn, sem var þrisvar
sinnum stærri en hún, fylgdi henni
auðsveipinn út að hliðinu, hneggj-
aði og liorfði framan í glóðheitt
andlit hennar.
Barnfóstran Jevgenía koin nú út
úr liúsinu ineð börnin, dúðuð og
snöktandi, og hrópaði:
— Vasili Vasilitsj! Leksei er
týndur!
— Burt með þig! — svaraði afi
og bandaði frá sér hendinni; ég
skreið þá lengra undir húsaþrep-
in, svo að barnfóstran færi ekki
með mig með sér.
Verkstæðisþakið var nú þegar
lirunið, naktir, sviðnir raftarnir
stóðu upp úr og reykinn lagði frá
þeim upp í næturhimininn. Út úr
byggingunni lagði grænar, bláar
og rauðar gufur með snarki og
livæsi, en mjóar eldtungur læstu
sig út á hlaðið allt til mannþyrp-
ingarinnar, sem liafði þyrpst fyrir
framan hálið og voru að moka
snjó á eldinn. Nú lieyrðist sogið
og hvinurinn í stóru kötlunum í
miðju eldhafinu, þéttir gufu- og
reykmekkir þyrluðust upp í loftið,
en einkennileg stækja breiddist
um hlaðið og sveið í augun. Ég
skreið fram úr fylgsni mínu undir
þrepunum og hljóp beint í flasið
á Babúsku.
— Viltu skammast í burt! —
hrópaði hún. Þú verður troðinn
undir — burt með þig!
Nú kom maður með gylltan
lijálm ríðandi á liarða stökki inn
á hlaðið. Hinn rauði liestur lians
var froðufellandi, en sjálfur liafði
hann keyrið á lofti og hrópaði með
þrumuraust:
— Víkið frá^,
93