RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Page 100
RM
MAXIM GORKÍ
Nú gullu bjöllur brunasleðanna
og allt varð hátíðlegt og fagurt.
Babúska ýtti mér upp stigaþrepin
á aðalinnganginum:
— Hefurðu tekið eftir eða ekki?
Burt. Farðu burt!
Ég þorði ekki að ólilýðnast
lienni á þessari stundu. Ég fór
upp í eldbús, þrýsti andlitinu að
rúðunni, en gat rétt greint eldinn
vegna mannfjöldans — ég sá að-
eins hjálmana glampa innan um
svartar loðhúfurnar.
Nú varð auðveldlega ráðið við
eldinn. Lögreglan tvístraði mann-
fjöldanum, og allt varð hljótt.
Babúska gekk inn í eldhúsið.
— Hver er hér? Nú, er þetta
þú! Þú ert ekki sofnaður — ertu
kannski hræddur, skinnið litla?
Vertu ekki liræddur, nú er hættan
liðin hjá ...
Nú kom afi inn; hann stað-
næmdist á þröskuldinum og
spurði:
— Heyrðu — mamma?
— Hvað er það?
— Hefurðu brennt þig?
— Ekkert að ráði.
Hann kveikti á eldspýtu, og blár
loginn varpaði rosalegum bjarma
á sótugt og sveitt andlit hans; þeg-
ar liann liafði kveikt ljósið á borð-
inu, settist hann liikandi við hlið
Babúsku.
— Þú ættir að þvo þér! — sagði
hún og var sjálf öll sótug og lagði
af henni bitra reykjarlykt.
Afi andvarpaði mæðilega:
— Drottinn hefur verið þér
náðugur — liann hefur gefið þér
mikið mannvit .. .
Og um leið og liann strauk
liendinni blíðlega um herðar
hennar, brosti hann skáskældum
munni og bætti við:
— aðeins stutta stund, í nokkr-
ar mínútur, en liann gæddi þig
samt mannviti.
Sverrir Kristjánsson íslenzkaði.
Mynd: Þorvaldur Skúlason.