RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Page 103

RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Page 103
ERLENDAR BÆKUR RM len, París. Þessi nýja bók hins franska meistara fjallar um Gyðinga og Gyð- ingavandamálið, eins og það horfir við frá bæjardyrum existentialism- ans. Portraits littéraires choisis, eftir André Rousseaux. Skira, París. Verð 425 fr. Ritgerðir um nokkra helztu höfunda Frakka á tímabilinu 1930— 1946, þar á meðal Bemanos, Duha- mel, Colette, Giraudoux, Martin du Gard, Malraux, Mauriac og Valéry. —• Rousseaux er víðkunnur rithöf- undur og gagnrýnandi, kaþólskrar trúar og íhaldssamur í skoðunum. La Peste, skáldsaga eftir Albert Camus. Þessi saga hins unga, en þeg- ar fræga skálds, hlaut fáum dögum eftir að hún kom út „Le Grand Prix des Critiques". Hún þykir listaverk. Héloise, skáldsaga eftir Charles Plisnier. Corréa, París. Verð 165 fr. í bók þessari kannar höfundurinn sálarlíf tveggja mæðgna, blóðríkrar konu og sextán ára gamallar dóttur hennar, sem þjáist af ólæknandi sjúkdómi. Livre ouvert og TJne longue ré- flexion amoureuse, eftir Paul Eluard. Á þessu ári hafa komið út eigi færri en tvær ljóðabækur eftir hið fræga, franska ljóðskáld. Les jeux sont faits, eftir Jean Paul Sartre. Þetta er fyrsta kvikmynda- leikritið, sem Sartre hefur samið, en sú kvikmynd er nú að verða fullgerð. BÆKUR Á ÞÝZKU: Diessits und Jenseits, eftir Max Brod. Verð 19,60 svissneskir frank- ar. Bók þessi hefur að geyma skoð- anir höfundar á mönnum og málefn- um vorra tíma. Der Alpdruck, skáldsaga eftir Hans Fallada. Þetta mun vera síð- asta sagan, sem Fallada ritaði. Hún lýsir þeim viðhorfum og hugblæ, sem ríkti í Þýzkalandi snemma árs 1945, er þjóðinni var loks að skiljast, að stríðið væri tapað. Dcutschland und die Deutschen, eftir Thomas Mann. Bermann- Fischer; Stockholm. Verð 4 krónur sænskar. í bæklingi þessum skýrir og skilgreinir hið fræga skáld sögu Þýzkalands út frá skoðunum sínum á þýzku „mentaliteti". Doktor Faustus, skáldsaga eftir Thomas Mann. Sviss. Verð 27,50 sv. frankar. Þetta er hin nýja, stóra skáldsaga, sem Mann hefur unnið að undanfarin ár, og beðið hefur verið eftir með óþreyju. RM hefur því miður ekki komið út reglulega, eins og vonir stóðu til í upphafi og lofað hafði verið. Olli því fyrst og fremst skortur á pappír í ritið. Nú hafa verið gerðar ráðstafanir til að tryggja útkomu þess á næsta ári, og er full ástæða til að ætla, að það megi takast. Þessi árgangur verður því aðeins tvö hefti, samtals 12 arkir. Verða innheimtar fyrir þau 15 kr. hjá áskrifendum. Þeir áskrif- endur, sem þegar hafa greitt 1. árgang með 35 kr., eiga því 20 kr. inni hjá ritinu. Verða þær látnar ganga upp í árgjald þeirra 1948. 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

RM: Ritlist og myndlist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.