Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 8

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 8
Bernar þar sem hann samdi ógrynni af stuttum prósatextum en bjó við krappari kjör en nokkru sinni fyrr. Hann gerðist einrænn og undarlegur og árið 1929 var svo komið að hann þurfti að leggjast inn á geðveikrahæli. Hann dvaldi á hælinu þau tæpu þrjátíu ár sem hann átti eftir ólifuð. Meðan Walser var á lífi komu út fimmtán bækur eftir hann, flestar smáar í sniðum og í litlum upplögum. Að öllu samanlögðu lét hann eftir sig fjórar skáldsögur, ljóðasafn, nokkra einþáttunga og unt þúsund stutta prósa. Hér er sagt „prósi“ vegna þess að það orð á betur við en „smásaga". Prósar Walsers eru í fæstum tilvikum smásögur heldur væri nær að tala um óbundið mál af ýmsum tog, svo sem athuganir, hugleiðingar, ritgerðir, stemmningar, nátt- úru- og mannlífsstúdíur, ævintýri, sendibréf og ferðalýsingar. Walser minnir mann stundum á Þórberg Þórðarson. Báðum lét best að skrifa prósa sem lúta ekki formkröfum hefðbundinna skáldverka um samræmi og hnitmiðaða upp- byggingu. Textar þeirra eru fullir af sjálfsögðum sannindum og háleitum hugleiðingum, upptalningum og málalengingum, endurtekningum, duttlung- um, útúrdúrum og skringilegheitum. Þeir eru fyndnir en oft með dimmum undirtón og taka stundum óvæntar beygjur og stökk. Walser hafði öran hjart- slátt. Hann var fljótur að skrifa og datt ekki í hug að leiðrétta það sem var einu sinni komið á blað. Ef hann hafði skrifað eitíhvað gott þá var það gott eins og það var og ekki öðruvísi. Hann var enginn mannkynsfrelsari og alveg laus við að vera einhver stórkostlegur hugsuður. En hann var einstak- lega næmur á hlutina í kringum sig. Enginn hlutur var svo smár og ómerki- legur að Walser sæi ekki ástæðu til að tíunda öll tilbrigði hans. Hann hefur stundum verið kallaður naívur rithöfundur. Auðvitað ber að taka slíkum merkimiðum með varúð en það er eitthvað hreint og saklaust við allt sem hann skrifaði. Hann á það sameiginlegt með mörgum naívum listmálurum að heimurinn sem hann lýsir er ávallt ferskur og nýr. Þegar hann segir frá hlutunum er eins og hann sé fyrsti maðurinn sem gerir það. Honum dugir ekki að lýsa einhverjum óljósum heildaráhrifum, nei, það verður að gera þetta almennilega og telja upp hvern einasta hlut sem ber fyrir augu eða kemur í hugann: hunda og ketti, dúfur og þresti, hesta og kýr; hatta, frakka, 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.