Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Page 11

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Page 11
Fermingarpilturinn Robert. „Eg var eigin- lega aldrei barn og þess vegna held ég að það loði alltaf eitthvað barnalegt við mig... “ (Ur Geswister Tanner) Robert Walser þegar skáldsagan Der Geliiilfe kom út. „Klukkan átta að morgni stóð ungur maður á tröppum afvikins og glœsilegs húss. Það rigndi..." (Úr Der Gehulfe) Franz Kafka og Hermann Hesse voru einnafyrstir til að koma auga á rithœfi- leika Walsers. „Stundum kom liann œðandi inn til mín, bara af því að hann hafði komið auga á eitt- hvað nýtt og stóifenglegt... Eg var einn en hann las eins og áheyrendurnir skiptu hundruðum. Svo gerði hann hlé og sagði: „Og heyrðu svo hvað kemur nœst."... “ (Úr bók Max Brods, Franz Kafkas Glauben und Lehre) bókmennta“ var Franz Kafka.1 Hann lærði aftur mikið af stílbrögðum Walsers, svo mikið að fyrsta bókin hans, „Betrachtung", var kölluð „stæling á Robert Walser“. Max Brod, vinur 1 Hugtakið „smáar bókmenntir" hef ég úr grein eftir Ástráð Eysleinsson um Franz Kafka. Þetta er þýðing á hugtakinu „litterature mineure" sem Frakkamir Deleuze og Guattari nota til að einkenna ákveðna tegund af róttækum bókmenntum. Hugtakið er ekki síst túlkun á andófi gegn þeirri hefð að hefja bókmenntir upp á háan stall. „Smæð,“ segir Ástráður, „felur hér í sér að bókmenntir flytjast ekki upp og niður eftir einhverjum lóðréttum gildisás, heldur flæða þær lárétt um allt tungumálið og allt samfélagið" (sjá Bjarlur og frú Emilía nr. 10). Skilji ég hugtakið rétt þá em „smáar bókmenntir" opnar í báða enda og geta skotið upp kollinum hvar og hvenær sem er. Þær hreykja sér ekki hátt eins og „stóru skáldverkin" enda draga þær frekar dám af alþýðlegri frásagnarlist eins og fréttum af fáheyrðum atburðum, dagbókunt, sögubrotum, sendibréfum, hugleiðingum, skopsögum og draugasögum. Og kannski má kalla þær fulltrúa stjómleysisstefnunnar því þær sprengja utan af sér höft „vel upp byggðra" skáldverka. 9

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.