Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 59

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 59
En þar sem hún hafði einu sinni fengið þá hugmynd að verða vinnukona, undirtylla og hlýðinn þræll var hún alsæl og hugsunin um að geta þóknast húsbónda sínum og verið honum að liði í einu og öllu, fyllti hjarta hennar fögnuði. Var herra Mortimer ekki nema í meðallagi vel gefinn? Það lítur helst út fyrir það. Hann var fallegur og hégómlegur. Jafnvel þeim sem virti hann aðeins snögglega fyrir sér gat ekki dulist að hann var ákaflega eigin- gjarn, hann ilmaði af eigingimi. Við viljum samt reyna að forðast að dæma hann allt of hart því þá gerðum við honum rangt til. Eigi að síður virtist hann tilheyra þeirri tegund manna sem eru sannfærðir um óviðjafnanlegt mikilvægi sitt. Hér er reyndar um að ræða löst eða þverbrest sem hinir ást- föngnu elska kannski framar öllu í fari hinna elskuðu. Hafi almúgastúlkan fagra ekki borið sérlega mikla virðingu fyrir auðugum, stoltum og voldug- um verslunareigandanum þá er ekki annað um það að segja en að hún elskaði hann því meir. Ástin kemur áliti og virðingu sáralítið eða ekki nokkurn skapaðan hlut við. Ástin rannsakar ekki hvort hið elskaða sé eitt- hvað sem hægt sé að bera lotningu fyrir. Skjátlist mér ekki var herra Morti- mer frímúrari eða eitthvað í þá áttina. Dag nokkurn kynnti Lúísa okkur, eft- ir því sem ég best man skiptumst við á fáum og í þokkabót afar þurrum og innantómum orðum. Ekki virtist mér hann vera neitt sérlega skarpur og því síður hörkutól. Mér fannst hann vera gunga og gjálífisseggur um leið og ég sá hann. Léttúðugur lífsnautnamaður sem þarf að hremma, gleypa og rífa í sig allt kvenlegt og þokkafullt sem hann kemur nálægt. Kannski finnst ein- hverjum að ég fari of hörðum orðum um herra Mortimer og ég játa fúslega að svo kann að vera, því miður. Eg skaða aðeins sjálfan mig með svona tali. Sumum mönnum er skapað að vera miklir í augum kvenna; aftur á móti þykir meðbræðrum þeirra og samborgurum lítið eða ekkert til þeirra koma. Það er eins og guðleg forsjón vilji skipta náðargjöfum sínum réttlátlega nið- ur. Að ástarmálunum undanskildum eru þessir menn marklausir, þeir eru ekki hæfir til að leggja neitt af mörkum fyrir þjóðfélagið eða til að vinna öllu mannkyninu gagn. Nú er nóg komið! Lúfsa, hin göfuga, var, hvað sem öllu líður, auðmjúk ástmær þessa stórmennis, þessa mikilfenglega fulltrúa sjálfumgleðinnar og sjálfsdýrkunarinnar. Mortimer var giftur. Eftir því sem 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.