Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 29

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 29
ALSNJÓA Það snjóar og snjóar, þvíltk ósköp af snjó sem kyngir niður. Himinninn er horfinn, allt er ein iðandi hvít drífa. Himingeimurinn er líka horfinn, hann er fullur af snjó. Jörðin er horfin, hún er öll undir snjó og aftur snjó. Þök, stræti og tré eru hulin snjó. Það snjóar á allt sem er ósköp eðlilegt því þegar snjóar þá snjóar auðvitað á allt sem fyrir er: á hreyfanlega hluti jafnt og óhreyfanlega, eins og til dæmis vagna og búslóðir, fasteignir, jarðeignir og lausamuni, staura, stólpa og bjálka og gangandi fólk. Fyrir utan það sem er inni í húsum, göngum og hellum er ekki til nokkur hlutur sem snjórinn sest ekki á. Heilu skógarnir, engin, fjöllin, borgirnar, þorpin og jarðimar eru í kafasnjó. Það snjóar á heilu ríkin og ríkisstofnanirnar. Aðeins vötn og ár eru þannig gerð að snjó festir ekki á þeim því vatnið svelgir og gleypir í sig allan snjóinn. Aftur á móti er skran, rusl, leppar, larfar, steinar og möl vel til þess fallið að hyljast snjó. Snjórinn sest á hunda, ketti, dúfur, þresti, kýr og hesta og líka á hatta, frakka, jakka, buxur, skó og nef. Snjórinn sest feimnislaust á hárið á laglegum konum og sömuleiðis á andlit og hendur og á augnhárin á agnarlitlum börnum sem eru á leið í skólann. Snjórinn þekur hreinlega allt sem stendur, gengur, skríður, hleypur og stekkur. Limgerðin skrýðast hvítum flygsum og litskrúðug plaköt verða alhvít sem er kannski ekki alltaf svo slæmt. Auglýsingar verða óskaðlegar og ósýnilegar og það er þýðingarlaust fyrir þá sem búa þær til að kvarta undan því. Götumar eru hvítar, múrveggirnir hvítir, greinamar hvítar, stangirnar hvítar, girðingarnar hvítar, akramir hvítir, hólamir hvítir og Guð má vita hvað fleira. Hann 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.