Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 62

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 62
NERVUS Ég er orðinn svolítið tættur, reyttur, slitinn, rifinn og kraminn. Ég er allur laminn og barinn. Ég er farinn að brotna svolítið og molna sundur, já já. Ég er farinn að skrælna svolítið og skorpna, já já. Það er lífið. Það gerir lfflð. Reyndar er ég ekkert mjög gamall enn þá, ég er svo sannarlega ekki orðinn áttræður en ég er ekki heldur sextán. Auðvitað er ég farinn að eldast svolít- ið og slitna. Það er lífið. Ég er farinn að hrörna svolítið og bresta og brotna. Það gerir lífið. Kannski að ég sé orðinn svolítið úttaugaður? Það getur vel verið en það þýðir svo sannarlega ekki að ég sé orðinn áttræður. Það er heilmikil seigla í mér, það þori ég að ábyrgjast. Ég er ekki ungur lengur en ég er ekki heldur orðinn gamall, svo mikið er víst. Ég er farinn að eldast svolítið og visna en það gerir ekkert til; ég er ekki orðinn neitt mjög gamall þótt ég sé kannski svolítið úttaugaður og nervus. Það er bara lífsins gangur að maður fari að gefa sig svolítið með tímanum en það gerir ekkert til. Og raunar er ég ekkert rnjög nervus, ég er bara svolítið undarlegur og skrýtinn en það þýðir vonandi ekki að ég sé alveg glataður. Ég vil ekki trúa því að ég sé búinn að vera. Ég segi það aftur og aftur, ég er óvenjuseigur og harð- gerður. Ég held allt út, ég gefst aldrei upp. Ég er hvergi banginn. En ég er svolítið nervus. Ég er eflaust svolítið nervus, ég er sennilega svolítið nervus, ég er kannski svolítið nervus. Ég vona að ég sé svolítið nervus. Nei svoleiðis nokkuð vonar maður ekki en ég er hræddur um það, já, ég er hræddur um það. Það á örugglega betur við að segja hér „hræddur um“ fremur en „vona“. En ég óttast ekki að ég sé nervus, svo mikið er víst. Ég er 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.