Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Síða 37

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Síða 37
FRÚ WILKE Dag nokkurn, þegar ég var að leita mér að einhverri vistarveru, kom ég í undarlegt, skrautlegt, fomlegt og að því er mér virtist heldur niðumítt hús sem stóð í útjaðar borgarinnar, rétt við jámbrautina. Útlit þess féll mér strax vel í geð því það var svo sérkennilegt. Ég gekk upp bjartan og breiðan stiga sem ilmaði og ómaði af horfnum glæsileika. Svokölluð fölnuð fegurð hefur mikið aðdráttarafl fyrir margan manninn. Það er eitthvað hjartnæmt við húsarústir. Tilfinningar okkar og hugsanir hljóta að hneigja sig fyrir því sem eftir stendur af glæsileikanum. Við fyllumst samúð en jafnframt lotn- ingu gagnvart rústum þess sem einu sinni var virðulegt, fínt og glæst. For- tíðin er svo heillandi og forgengileikinn. A hurðinni stóð skrifað Frú Wilke. Ég hringdi varlega og gætilega. En það reyndist tilgangslaust því enginn kom til dyra. Ég reyndi þá að banka og nú kom einhver. Dyrnar opnuðust afar hægt og varfærnislega. Horuð, mögur og hávaxin kona stóð fyrir framan mig og spurði lágri röddu: „Hvað er yður á höndum?“ Röddin hljómaði undarlega þurr og hás. „Má ég fá að skoða herbergið?" „Já, gjörið svo vel. Komið!“ Konan leiddi mig eftir einkennilega dimmum gangi til herbergis sem var yndislegt á að líta og hrífandi. Herbergið var fínt á sinn hátt og glæsilegt, kannski nokkuð mjótt en á hinn bóginn var tiltölulega hátt til lofts. Ekki al- veg laus við eins konar kvíða spurðist ég fyrir um verðið sem var í alla staði 35

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.