Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Qupperneq 38

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Qupperneq 38
sanngjarnt og af þeim sökum tók ég herbergið á leigu. Ég var allshugar feg- inn að mér skyldi takast það því ég hafði lengi verið þjakaður af svolítið sérkennilegu hugarástandi og var af þeim sökum óvenju þreyttur og þráði ró og næði. Sérhver bækistöð hlaut raunar að gleðja mig því ég var orðinn leiður, vonlaus og daufur í dálkinn eftir alla leitina. Friðsæll áningarstaður gat ekki verið annað en hjartanlega kærkominn. „Hvað gerið þér?“ spurði daman. „Skáld!“ svaraði ég. Hún hvarf á brott þegjandi. „Ég sé ekki betur en að greifi gæti búið hérna,“ blaðraði ég við sjálfan mig á meðan ég rannsakaði nýja heimilið mitt hátt og lágt. „Þetta undurfagra herbergi,“ sagði ég, um leið og ég hélt einræðum mín- um áfram, „hefur án efa einn stóran kost: það er úr alfaraleið. Hér er hljótt eins og í helli: hér er ég svo sannarlega óhultur. Heitasta óskin mín virðist hafa ræst. Eftir því sem mér best sýnist, eða eftir því sem ég tel mér sýnast, er herbergið hálfmyrkt að kalla. Myrkrið hérna er bjart og birtan myrk. Mér finnst það í hæsta máta lofsvert. Bíðum nú við! Farið yður ekki of geyst, herra minn. Ekkert liggur á. Takið yður þann tíma sem þér þurfið. Hangir ekki veggfóðrið í raunalegum og angurværum lufsum hér og þar á veggjun- um? Vissulega! En einmitt það heillar mig því ég er svo hrifinn af smá- draslaraskap og niðurníðslu. Lufsurnar mega alveg hanga; ég leyfi ekki fyrir nokkurn mun að þær verði fjarlægðar því ég er að öllu leyti sáttur við þær. Ég gæti sem best trúað að einhvern tíma hafi barón búið hérna. Kannski að offíserar hafi drukkið hérna kampavín. Gardínan fyrir háum og mjóum glugganum virðist vera gömul og rykfallin en snotrar fellingar hennar bera vott um smekkvísi. Úti í garði, rétt við gluggann, stendur birki- hrísla. Á sumrin hlær grænkan við mér inn í herbergið og alls kyns söng- fuglar munu sitja á litlu greinunum bæði mér og sjálfum sér til ánægju. Mikið er þetta gamla og fína skrifborð dásamlegt. Ég þykist vita að hér eigi ég eftir að skrifa ritgerðir, athuganir, skissur, smásögur eða jafnvel nóvellur og senda þær, með brýnni beiðni um skjóta og góðfúsa birtingu, til afar strangra og gáfaðra ritstjórna á blöðum og tímaritum, eins og t. d. „Nýjustu 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.