Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 35

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 35
KNÆPAN Kvöld eitt sat ég á lítilli og ekki mjög vel þokkaðri knæpu. Þarna stóð og sat alls kyns lýður, t.d. tveir gegndrepa ökumenn sem stóðu og ræddu sam- an með kostulegum tilburðum. Vesæll óþjóðalýður, ruddar og landshorna- lýður sat við eitt borðið og hafði efnt til heillandi hringborðsumræðna. Blá- leitur tóbaksreykur liðaðist um knæpuna og það voru undarlegir malerískir töfrar yfir flækingunum sem minntu mig á málverk eftir Cézanne en mér hafði auðnast að sjá þau hér og þar í höfuðborginni. Ásjóna skeggjaðs manns, sem sat einn við borð í þungum þönkum, var hrífandi fögur. Veit- ingamaðurinn virtist aftur á móti alveg vera laus við þungar hugsanir. Hann var að lýsa því fyrir drykkjurútunum hvemig hann hefði lamið tíu eða tutt- ugu manns í spað. Hann sagði að bófagengi nokkurt hefði haft í hyggju að berja sig en hann hefði verið fyrri til. Hann hefði þrifið stól og lamið fant- ana á kjaftinn svo þeim blæddi. Hingað til, sagði hann, hefði tíðkast að gefa mönnum á hann með hnefanum en hann hefði sýnt að það mætti fullt eins nota stóla. Öll knæpan hló því veitingamaðurinn var í raun og sannleika bráðskemmtilegur. Ég hef aldrei nokkurn tíma hitt jafnglettinn og spaug- saman vert. Hann var eins og gamall fóstbróðir, hrjúfur en hláturmildur vígamaður og sterkur sem naut. Höfuðið, hnakkinn, kroppurinn og blikið í augunum báru vott um ógurlegan höggþunga, maðurinn var einfaldlega óborganlegur. Þarna sat líka kona, að kalla má drukkin, áberandi mikil að burðum og sveiflaði líkamanum til og frá svo engu var líkara en hún væri úr gúmmíi. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.