Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 71

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 71
SCHWENDIMANN Einu sinni var undarlegur maður. Halló, halló, hvað var svona undarlegt við hann? Hvað var hann gamall og hvaðan var hann? Ég veit það ekki. Þú get- ur kannski sagt mér hvað hann hét? Hann hét Schwendimann! Gott, mjög gott, trés bien, trés bien. Haltu áfram og segðu okkur: Hvað var það sem hann Schwendimann vildi? Hm, hann vissi það varla sjálfur. Það var nú ekki mikið sem hann vildi en hann vildi eitthvað rétt. Að hverju var Schwendimann að leita og hvað var hann að rannsaka? Hann var ekki að leita að miklu en hann var að leita að einhverju réttu; týndur og tröllum gef- inn. Er það? Týndur? Oho, tröllum gefinn! Guð í hæstum hæðum, hvar á þetta að enda með blessaðan manninn? Alstaðar, hvergi eða einhverstaðar? Ósköp eru að heyra. Allt fólkið horfði á hann spurnaraugum og hann á fólk- ið. Ó, þvílík smán, þvílík eymd. Þannig staulaðist hann áfram óstyrkum fót- um, máttfarinn og stirðbusalegur, og gáskafull skólabörn hlupu á eftir honum og gerðu at í honum og spurðu: „Að hverju ertu að leita, Schwendi- mann?“ Það var nú ekki stórt sem hann leitaði að en hann leitaði að hinu rétta. Hann vonaðist til að finna hið rétta með tíð og tíma. „Það finnst,“ tautaði hann ofan í svart og tætingslegt skeggið. Skeggið á Schwendimann var afskaplega úfið. Hananú! Úfið? Ce §a! Voilá! Frábært! Svo sannarlega! Stórfenglegt! í einni svipan var hann staddur við ráðhúsið. „Ráðleggingar hjálpa mér ekki hætis hót, mér er ekki viðbjargandi,“ sagði hann og fyrst hann taldi sig ekkert hafa í ráðhúsið að gera hélt hann gætilega áfram og kom að fátækrahúsinu. „Vissulega er ég fátækur en ég á ekki heima í fá- 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.