Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 45

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 45
BRÉFIÐ Ég gekk varkárum skrefum upp fjallið og inn í skóginn. Ég var með bréf í vasanum, sem pósturinn hafði fært mér, en hafði ekki þorað að opna það enn þá. Dagurinn líktist bláklæddum, yndisfögrum prinsi. Allt var í blóma og þrungið kvaki, gróðri og angan. Það var engu líkara en veröldin hefði ekki verið sköpuð fyrir annað en ástúð, vináttu og kærleika. Blár himinninn líktist góðlátlegu auga og mildur vindurinn minnti á ástaratlot. Skógurinn varð stundum þéttur og dimmur en svo varð hann bjartur strax aftur og gróðurinn var svo ferskur og indæll. Ég staðnæmdist á snotrum gulleitum götuslóða, tók bréfið fram, opnaði það og las eftirfarandi: „Sú, sem sér sig hér með tilneydda að tilkynna yður að bréf yðar olli meiri undrun en gleði, kærir sig ekki um að þér skrifið aftur; það er henni undrunarefni að þér skylduð hafa kjark til að gerast svo áleitinn og hún vonar að nú sé þessari tegund af hugrekki, kjarki og hugsunarleysi lokið í eitt skipti fyrir öll. Gaf hún yður einhvern tíma vísbendingu sem mátti skilja þannig að hún þráði að vita hvaða tilfinningar þér bæruð í brjósti til hennar? Hún kærir sig kollótta um tilfinningar yðar, henni stendur nákvæmlega á sama um leyndarmál hjarta yðar. Henni er með öllu óskiljanlegt að þér út- hellið ást yðar og þess vegna vonar hún að þér gerið yður ljóst hversu mikla ástæðu þér hafið til að halda yður framvegis í hæfilegri fjarlægð frá send- anda bréfsins. Samskipti vor verða að einkennast af fyllstu háttvísi, þau verða, og það hljótið þér að skilja án frekari útskýringa, að vera gjörsneydd allri tilfinningasemi.“ 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.