Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 55

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 55
fyrir að góðviljaður lesandinn láti sig sársauka og áþján einhverju varða en hugsi ekki bara um glens og grín. Þar að auki geri ég ekki á hluta nokkurs manns þótt ég segi frá þjáningu drengsins. Nú er ég næstum búinn að gleyma því sem ég ætlaði að fjalla um, nefnilega Lúísu. Ég á þessari elskulegu konu, þessari „almúgastúlku", svo mikið að þakka að ég má til með að fara um það nokkrum orðum. Hugsun hennar var svo frjáls og skír og hún bjó yfir stórri, frjálsri og góðri sál. Þegar ég hugsa um Lúísu, stendur hún miklu fremur fyrir mér sem hrein mannssál en lík- amleg mynd og það skiptir ekki litlu þegar kona á í hlut. Lúísa var falleg! en þúsundfalt fegurri en fegurð hennar voru eiginleikarnir sem hún bjó yfir. Ég hef aldrei aftur hitt jafnkáta og skemmtilega konu. í henni sameinuðust menntun og glaðværð, fegurð og gáski, alvörugefni og vingjarnleiki sem ég, eftir allt sem ég hef séð og reynt í heiminum, hlýt að kalla dýrmætt og afar fágætt. Ég hef kynnst svo mörgum önugum, þykkjuþungum og öfund- sjúkum konum. Frá Lúísu geislaði alltaf sama ferska og ljómandi bjarta glaðværðin. Dómgreind hennar stóð í jöfnu hlutfalli við fegurð hennar og manngæska hennar var engu minni en gáfurnar: Hversu oft hef ég ekki hitt konur sem notuðu gáfur sínar öðru fremur til að ergja sjálfar sig og aðra! Lúísa var aldrei nokkurn tíma ergileg! Fegurð hennar, sem var líkust tungl- skinsfegurð miðaldamadonnu, skipti hana engu máli. Ur augum hennar stafaði góðvild og ómæld hjálpfýsi þótt blíðlegt en settlegt stolt væri henni ekki síður eiginlegt. Ég hef séð glampann í augunum á fögrum og stoltum konum sem óttast að fegurðin fölni og stjarna þeirra hrapi. Svoleiðis nokk- uð sá ég aldrei í fari Lúísu. Ég sá gullfallegar konur ergja sig yfir vindinum og regninu sem höfðu dirfst að koma ólagi á hið heilaga hár og það gæti hafa komið fyrir að ég hafi fengið tækifæri til að sjá konur gnísta tönnum af reiði yfir óvæntum töfrum kynsystra sinna. Það er varla of mikið fullyrt, þótt hvorki beri það vott um kurteisi né háttvísi, að segja að útlitið hjá slík- um konum verði að stöðugu kvalræði sem þær skapa sér sjálfar með eilífu og aumkunarverðu ergelsi út af munni, vanga, augum, hárgreiðslu og lín- 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.