Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 28
ekki að verða járnsmiður, rennismiður eða húsgagnasmiður. Slíkar iðnir
henta ekki fyrir penna á borð við mig. Þá væri betra að vera bókbindari en
foreldrar mínir myndu ekki leyfa það því þeim finnst að þess háttar sé ekki
samboðið mér. Bara að þau láti mig ekki ganga menntaveginn, það myndi
gera út af við mig. Ég hef engan áhuga á að verða læknir, ég hef ekki hæfi-
leika til að verða prestur og ég hef ekki nógu sterkan sitjanda til að verða
lögfræðingur ... ég myndi deyja. Kennaramir okkar eru ekki hamingjusam-
ir, svo mikið er víst, maður sér það á þeim. Mig langar að verða skógar-
vörður. Ég myndi byggja mér lítið hús, þakið vafningsviði, úti við skógar-
jaðarinn og ráfa um allan liðlangan daginn fram á nótt. En kannski færi mér
að leiðast með tímanum og tæki að þrá stórar borgir og glæstar. Sem skáld
vildi ég búa í París, sem tónlistarmaður í Berlín en sem kaupsýslumaður
hvergi nokkurs staðar. Reynið bara að loka mig inni á einhverri skrifstofu
og sjáið hvað gerist. Og nú er ég að hugsa um eitt: Mikið væri gaman að
vera sjónhverfingamaður. Frægur línudansari, flugeldar að baki mér, stjöm-
ur yfir mér, hyldýpið fyrir neðan og þessi mjóa, fíngerða braut fyrir framan
mig. - Trúður? Já, ég finn að ég hef hæfileika til að grínast. En ekki þætti
foreldrum mínum gaman að vita af mér uppi á sviði með stórt rauðmálað
nef og hvítar hveitikinnar, í hólkvíðum og hlægilegum jakkafötum. - Hvað
á maður eiginlega að gera? Vera heima og væla. Aldrei nokkum tíma. Eitt
er víst, ég er ekkert smeykur við störfin. Það er til svo mikið af þeim.
(Úr ritgerðum Fritz Kochers)
26