Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 57

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 57
stúlku eða veiðikonu úti í skógi eða á víðáttumiklum, grænum engjum í blaktandi skrautklæðum. Hún var gædd kænsku, yndisþokka og glettni og minnti fyrir vikið á rókokótímabilið. Seinna meir átti hún reyndar eftir að giftast kennara. Um tíma bjuggu þær vinkonurnar Rósa og Lúísa saman í látlausri íbúð og höfðu báðar veitt mér leyfi til að koma við og banka upp á hjá þeim eins oft og mig lysti og þar sem ég hafði auðvitað unun af að taka til máls í áheyrn tveggja hressra og skynugra stúlkna og veittist þar að auki sú sérstaka ánægja að vera alltaf velkominn og tekið opnum örmum þá nýtti ég mér of- annefnt heimsóknarleyfi af hjartans lyst og voru samskipti okkar ávallt líf- leg, þægileg og hispurslaus. Lúísa var rósemin sjálf. Rósa gat aftur á móti verið í uppnámi eða niðurdregin. Einhverju sinni hafði hún séð mann verða fyrir sporvagni. Það var þessari viðkvæmu og tilfinninganæmu sál lfkt að missa alla stjóm á sér í geðshræringu sinni, uppnámi og hryggð yfir þessu hörmulega atviki. Lúísa var að vissu leyti hin stóra en Rósa hin viðkvæma sál. Mikið voru þetta annars skemmtilegar stundir fyrir mig, ungan og óreyndan manninn, því nú laukst algjörlega óþekktur heimur upp fyrir aug- um mér, heimur þar sem framkoma mín hlaut að vera klaufaleg og ófimleg en sem gerði mér kleift að fræðast um ótal hluti á notalegan og óþvingaðan hátt vegna félagsskaparins sem ég naut á meðan ég blaðraði. Menntun og ákafur fróðleiksþorsti fléttuðust líflegum og fjörugum umræðum á eins ákjósanlegan hátt og verið gat. Ekki vildu þessar ástúðlegu stúlkur þiggja af mér annan þakklætisvott en að ég væri skemmtilegur að tala við og af þeim sökum þurfti ég ekki að leggja annað af mörkum en alsælt, ungt og auðtrúa andlitið og framkomu sem var enn þá fremur álappaleg. Ég naut heimilis- legs andrúmslofts, góðra ráða, uppörvunar og uppbyggingar og hafði aðeins þeirri léttvægu skyldu að gegna að vera ekki leiðinlegur, þurr og logn- mollulegur, heldur, ef þess væri nokkur kostur, hið gagnstæða; brjóta upp á boðlegu umræðuefni, hlæja öðru hverju hátt, snjallt og smitandi, láta eitt og annað gáfulegt eða heimskulegt hrökkva út úr mér, vera sæmilega klár og skýr, sýna engan mæðusvip, leyfa nokkrum bröndurum að fjúka, vera já- 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.