Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 39

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Blaðsíða 39
fréttir frá Peking“ eða „Mercure de France“, sem á áreiðanlega eftir að tryggja mér mikla velgengni. Rúmið virðist vera þokkalegt. Ég ætti og ég ætla að hætta þessum smá- smugulegu rannsóknum. Hér kem ég auga á afskaplega skrýtið og drauga- legt hattahengi og spegillinn yfir þvottaborðinu þarna mun á hverjum degi trúa mér fyrir útliti mínu. Vonandi á myndin, sem hann sýnir, eftir að slá mér gullhamra. Legubekkurinn er gamall, þar af leiðandi þægilegur og hentugur. Nýjar mublur geta raskað ró okkar vegna þess að nýjabragðið er svo sterkt og truflandi. Mér til mikillar ánægju sé ég bæði hollenskt og svissneskt landslag hanga í hógværð sinni á veggnum. Ég á áreiðanlega eft- ir að skoða báðar myndirnar oft og mikið. Hvað loftið í þessum vistarverum snertir, þá vil ég leyfa mér að halda eða öllu heldur ganga strax út frá því sem nokkurn veginn vísu, að hér hafi ekkert verið hugsað um að lofta út í ansi langan tíma og virðist þó ekki veita af. Ekki leikur nokkur vafi á að það er fúkkalykt héma; en mér finnst það spennandi. Það er viss nautn að anda að sér slærnu lofti. Reyndar get ég alveg haft gluggann opinn dögum og vikum saman; þá mun hið góða og rétta feykjast inn í herbergið til mín.“ „Þér verðið að fara fyrr á fætur. Ég get ekki liðið að þér liggið svona lengi fram eftir,“ sagði frú Wilke. Að öðru leyti sagði hún fátt við mig. Ég lá nefnilega allan liðlangan daginn í rúminu. Mér leið ekkert of vel. Allt hrundi í kringum mig. Það var eins og ég væri lagstur í doða; ég þekkti mig ekki lengur, vissi ekki lengur hver ég var. Allar hugsanir mínar, sem einu sinni höfðu verið skýrar og bjartar, svömluðu nú í dimmri óreiðu og glundroða. Það var eins og vitundin lægi sundurmoluð fyrir syrgjandi aug- um mínum. Heimur hugsana og heimur tilfinninga í einum hrærigraut. Allt dautt, tómt og vonlaust í hjartanu. Engin gleði lengur og engin sál og það var með herkjum að mér tækist að muna að til höfðu verið stundir þegar ég var kátur og hughraustur, góðhjartaður og bjartsýnn, vonglaður og ham- ingjusamur. En sú synd, en sú synd! Ekki nokkur minnsta glæta lengur fram undan. Samt sem áður lofaði ég frú Wilke að fara fyrr á fætur og viti menn, ég fór aftur að vinna af fullum krafti. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.