Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Side 52

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.04.1995, Side 52
 LÚÍSA Ég var nítján ára verslunarskólanemi í Z... Páll, félagi minn, kynnti mig fyr- ir vinkonu sinni, Rósu, sem kom mér aftur í kynni við vinkonu sína, Lúísu, sem var góðverk því nú mátti ég passa mig að vera kurteis og prúður. Ég ætla ekki að ræða frekar hvort ég hef alltaf verið kurteis. Mánaðarlaun mín námu hundrað tuttugu og fimm frönkum. Ég var nógu óforskammaður til að segja við sjálfan mig: „Ræfill eins og ég á ekki á nokkurn hátt skilið að fá svona há laun!“ Á þessum árum hafði ég þann stóra kost eða ókost að bera afskaplega litla virðingu fyrir sjálfum mér en yfirmáta mikla virðingu fyrir flestum öðrum. Hvað þetta snertir er 19 ára gamall piltur svo sannar- lega kjarkmikill. Einn góðan veðurdag herti ég mig upp og skrifaði Lúísu, sem ég dáði mikið, bréf sem byrjaði, eftir því sem ég best man, á þessum laglegu orðum: „Hávelborna, kæra fröken, þetta er í fyrsta skipti á minni stuttu, aumu og kannski einskisverðu ævi sem ég dirfist að skrifa bréf til konu og það hefur reynt á viljastyrk minn, staðfestu og hugrekki að ráðasl í að semja þetta ávarp, þótt það hafi út af fyrir sig verið mér sönn ánægja að mega gera það.“ Lúísa var svo vingjarnleg að svara bréfinu með því að senda mér ljóðahandrit og póesíbók og biðja mig um að skrifa ljóðin úr hinu fyrrnefnda í hið síðarnefnda með fíngerðri rithendi minni. Var til lukkulegri maður en hamingjuhrólfurinn sem fékk þessa bón? Ég skrifaði fegurstu og hugljúfustu erindin niður með fínni skrift og áköfum hjartslætti og fannst ég hafa himin höndum tekið. Það þarf ekki mikið til að gleðja ungan verslunarskólanema. Meðan á kynnum okkar stóð sagði Lúísa eitt 50

x

Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist
https://timarit.is/publication/1206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.